Abýdos (Egyptalandi)
Útlit
Abýdos (arabíska: أبيدوس, gríska: Αβυδος) var ein af elstu borgum Egyptalands. Borgin var höfuðstaður áttunda fylkis Efra Egyptalands. Egypska heitið yfir bæði borgina og fylkið var 3bdw, „hæð helgidómsins“, þar sem hjarta Ósíríss var varðveitt. Grikkir nefndu borgina Abýdos eins og grísku borgina við Hellusund. Borgin var trúarmiðstöð Egypta frá elstu tíð, fyrst guðsins Kemi-Amentiu og síðan Ósíríss. Meðal þekktustu fornminja á staðnum eru Setihofið og Konungalistinn í Abýdos.