Fara í innihald

Flokkur:Meltingarkerfið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Meltingarkerfið er samansafn af líffærum sem gegna því hlutverki að brjóta niður mat til að taka upp næringarefnin sem í honum eru. Líkaminn notar síðan þessi næringarefni sem orkugjafa sem gerir öllum kerfum líkamans kleift að starfa eðlilega. Þegar matur er innbyrður tekur það hann allt að 20-35 klukkustundir að ferðast í gegnum allt meltingarkerfið. Hægt er að skipta meltingarfærunum niður í tvo flokka, meltingarvegurinn og einnig önnur líffæri sem liggja utan meltingarvegarins. Líffæri meltingarvegarins eru munnur, kok, vélinda, magi, smáþarmar og ristill. Líffærin utan meltingarvegarins eru tennur, tunga, munnvatnskirtlar, lifur, gallblaðra og bris (Jón Gunnar Þorsteinsson, 2011). Öll líffæri meltingarkerfisins gegna mikilvægu hlutverki í meltingu matar, hvort hlutverk þeirra sé að brjóta niður matinn, taka næringarefnin úr honum eða losa sig við úrganginn sem honum fylgir. Virkni meltingarvegarins er fæðuinntaka -> seyting -> blöndun og færsla -> melting -> frásogun -> losun (Þuríður Þorbjarnardóttir, 2002d).