Efsta deild karla í knattspyrnu 1918
Útlit
Árið 1918 var Íslandsmótið í knattspyrnu haldið í sjöunda skipti. Fram vann sinn sjötta titil í röð. Fjögur lið tóku þátt; KR, Fram, Víkingur og Valur. Víkingur tók þátt í fyrsta skipti og endaði í öðru sæti.
Úrslti mótsins
[breyta | breyta frumkóða]Sæti | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Fram | 3 | 3 | 0 | 0 | 14 | 5 | +9 | 6 | |
2 | Víkingur | 3 | 2 | 0 | 1 | 11 | 8 | +3 | 4 | |
3 | Valur | 3 | 1 | 0 | 2 | 4 | 8 | -4 | 2 | |
4 | KR | 3 | 0 | 0 | 3 | 4 | 12 | -8 | 0 |
Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur
Töfluyfirlit
[breyta | breyta frumkóða]Allir leikirnir voru spilaðir á Íþróttavellinum á Melunum
Úrslit (▼Heim., ►Úti) | ||||
Fram | 6-3 | 2-1 | 6-1 | |
Víkingur | 5-0 | 3-2 | ||
Valur | 3-1 | |||
KR |
Fróðleikur
[breyta | breyta frumkóða]- 32 mörk voru skoruð og gerir það 5,33 mörk í leik að meðaltali.
- Framarinn Friðþjófur Thorsteinsson varð markakóngur, skoraði tólf af fjórtán mörkum síns liðs. Öll mörkin í 6-1 sigri gegn KR og fimm gegn Víkingi. Liðsfélagi hans, Arreboe Clausen skoraði annað sjálfsmarkið í sögu Íslandsmótsins.
- Aðgangseyrir á leiki Íslandsmótsins var 50 aurar fyrir fullorðna en 15 aurar fyrir börn. Hægt var að kaupa miða á alla leikina 6 fyrir 2 kr.
- Fram, KR og Valur auglýstu öll eftir leikmönnum fyrir þetta Íslandsmót, með mis miklum fyrirvara þó, Fram og KR með þokkalegum en Valsarar auglýstu ekki fyrr en viku fyrir mót.
- Tvisvar þurfti að fresta leikjum vegna veðurs og tveir leikir fóru fram í miklu óveðri.
- Víkingar fengu undanþágu vegna leikmanna sem voru undir 18 ára, sem var aldurstakmarkið. Þeir tefldu þó einnig fram einum elsta leikmanni Íslandsmótsins, hinum 22 ára gamla Georg Gíslasyni.
Í meistaraliði Fram voru:
- Kjartan Þorvarðsson (M), Arreboe Clausen, Knútur Kristinsson, Geir H. Zoëga, Aðalsteinn P. Ólafsson, Pétur Hoffmann Magnússon, Tryggvi Magnússon, Gunnar Halldórsson, Ósvaldur Knudsen, Friðþjófur Thorsteinsson og Pétur Sigurðsson.
Sigurvegari úrvalsdeildar 1918 |
---|
Fram 6. Titill |
Fyrir: Úrvalsdeild 1917 |
Úrvalsdeild | Eftir: Úrvalsdeild 1919 |
Tilvísanir og heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Sigmundur Ó. Steinarsson (2011). 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu (fyrra bindi). KSÍ.