Fara í innihald

Google Chrome

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Chrome)
Google Chrome á Microsoft Windows

Google Chrome er vafri frá Google. Fyrsta útgáfan af Google Chrome var betaútgáfa fyrir Microsoft Windows gefin út þann 2. september 2008 og fyrsta stöðuga útgáfa vafrans kom út 11. desember 2008. Nærri 70% notenda nota Chrome á árinu 2019. Chrome er því langvinsælasti vafri heims.[1] Útgáfur af Chrome fyrir Linux og Mac OS X hafa verið til frá útgáfu 5.0 sem kom út árið 2010 en opinberar betaútgáfur fyrir þessi stýrikerfi komu út 8. desember 2009.[2][3]

Stærstur hluti af frumkóða Chrome var gefinn út undir frjálsu hugbúnaðarleyfi árið 2008 undir heitinu Chromium og þróaður áfram í opnu ferli.

Fram að útgáfu 27 notaðist Chrome við WebKit-umbrotsvélina en frá og með útgáfu 28 hafa allar útgáfur Chrome, nema Chrome fyrir iOS, notast við Blink sem er grein af WebKit-kóðanum.

Vafrinn notar nýtt verklag til að sýsla með vefsíður; til dæmis er hver flipi keyrður í aðskildum ferli. Google Chrome var líka fyrsti vafrinn sem flutti flipastiku upp í titilstiku þegar heilskjáshamur var virkjaður.

  1. [1]
  2. Beta Update: Linux, Mac, and Windows
  3. „Google Chrome for the holidays: Mac, Linux and extensions in beta“.
  Þessi hugbúnaðargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.