Icelandic Group

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Icelandic Group (áður Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna) er íslenskt fyrirtæki sem var stofnað 25. febrúar 1942 til að selja sjávarafurðir frá Íslandi á erlenda markaði. Upphaflega var fyrirtækið samvinnufélag nokkurra eigenda hraðfrystihúsa á Íslandi og seldi afurðir þeirra. 1945 opnaði fyrirtækið fyrstu söluskrifstofu sína í Bandaríkjunum undir nafninu Coldwater Seafood og hóf nokkru síðar framleiðslu á fiskstautum þar. 1955 opnaði fyrirtækið skrifstofu í Bretlandi og hóf framleiðslu í neytendapakkningar þar 1958. 1996 var rekstrarforminu breytt í hlutafélag og 2005 sameinaðist það aðalkeppinaut sínum, Iceland Seafood Corporation, sem áður var í eigu SÍS. Sama ár var nafni fyrirtækisins breytt.

  Þessi fyrirtækjagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.