Tuttugasta og fimmta konungsættin í Egyptalandi hinu forna kom frá borgríkinu Napata í Kús þaðan sem Píje lagði allt Egyptaland undir sig. Maneþon minnist hvorki á fyrsta konunginn, Píje, né þann síðasta, Tanútamon, en nægilegar heimildir eru fyrir tilveru þeirra beggja. Tuttugasta og fimmta konungsættin er síðasta konungsætt þriðja millitímabilsins.