Fara í innihald

Tildra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tildra
Tildra í sumarbúningi
Tildra í sumarbúningi
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes)
Ætt: Snípuætt (Scolopacidae)
Ættkvísl: Arenaria
Brisson, 1760
Tegundir
  • Arenaria interpres
  • Arenaria melanocephala

Tildra (fræðiheiti: Arenaria interpres) er vaðfugl af snípuætt.

Útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]
Tildra í vetrarbúningi, en þá er hún mikið mun daufari á litin en í sumarbúningi sínum

Tildra er farfugl sem verpir á Norðurslóðum oftast stutt frá sjó. Undirtegundin Arenaria interpres morinella verpir í norður Alaska, heimskautasvæði Kanada og allt austur að Baffinslandi. Hin eiginlega tildra, Arenaria interpres verpir í vestur Alaska, Grænlandi, Skandinavíu, Eistlandi og Norður-Rússlandi. Hún verpti áður fyrr við strendur Þýskalands og mögulega líka í Skotlandi og Færeyjum.

Í Ameríku hafa tildrur vetursetu frá Washington-fylki og Massachusetts suður til syðsta odda Suður-Ameríku þótt þær séu fáar í Chile og Argentínu og aðeins óstaðfestar fréttir af þeim frá Falklandseyjum. Í Evrópu hafa þær vetursetu frá vestustu ströndum, Íslandi, Noregi og Danmörku og suður eftir álfunni. Aðeins lítill fjöldi hefur þó fundist við strendur Miðjarðarhafs. Í Afríku eru þær algengar allt suður til Suður-Afríku og fjölmennar á nálægum eyjum. Í Asíu eru þær fjölmennar og dreifðar um allan suðurhlutann, frá Suður-Kína og Japan (aðalega á Ryukyu eyju). Þær finnast suður á Tasmaníu og Nýja-Sjálandi og má finna þær á ýmsum eyjum Kyrrahafsins. Margir ókynþroska fuglar halda til sumum vetrarstöðvunum allt árið um kring.

Á Íslandi er tildran fargestur og kemur hér við vor og haust á ferð sinni milli varpstöðva og vetrarstöðva. Þær tildrur sem koma við á Íslandi koma flestar frá Bretlandseyjum en sumar alt frá Máritaníu í Norðvestur-Afríku. Þær koma í maí byrjun og dvelja á fjörusvæðum aðalega á suð-vesturlandi í 3 - 4 vikur og safna fituforða fyrir för sína til varpstöðva á Grænlandi og Norður-Kanada. Seinnipart júlí koma þær svo aftur við á Íslandi leið sinni suður eftir til vetrarstöðva sinna. Talið er að um 40 þúsund tildrur fljúgi um Ísland. Einnig hafa á milli tvö-til fimmþúsund fuglar vetrarsetu á Íslandi.

Lengd: 22 – 24 cm. | Þyngd: 85 – 150 gr. | Vænghaf: 43 – 49 cm.

Tildran er frekar smá og kubbslegur fugl. Svartur goggurinn er um 2 til 2,5 sentimetra langur og örlítið uppbrettur. Fæturnir eru frekar stuttir miðað við vaðfugla eða um 3,5 sentimetrar og skær appelsínugulir á lit.

Bæði vetur og sumar er tildran með svart og hvítt blettótt mynstur á bakinu en varpfuglar verða rauðbrúnir að ofan með svörtum skellum. Höfuðið er aðalega hvítt með svörtum rákum ofaná og svörtu mynstri í andlit. Brjóstið er svart en þó með tvem hvítum strikum sem liggja niður frá hálsinum til beggja hliða. Að öðruleiti er fuglinn hvítur að neðan. Kvenfuglinn er örlítið daufari á litin en karlfuglinn og er með mun brúnna höfuð með meiri rákum.

Ókynþroska fuglar auk fugla utan varptíma eru mun daufari á litin og eru grábrúnir að ofan með svörtum blettum. Bringan er þó með nánast svörtum kraga en alsekki eins dökkum og miklum og í varpbúningnum.

Fæða tildrunnar eru aðalega skordýr en einnig ýmis konar lindýr eins og gljásilfri, þangdoppa og þarastrútur. Hún veltir oft við steinum til að ná í æti og er enskt nafn hennar turnstone dregið af því. En einnig er hún þekkt fyrir að leggjast á egg annarra fugla og jafnvel eigin tegundar.

Tildru egg

Egg, lengd: 4,1 cm. | Breidd: 2,9 cm. | Þyngd: 17,9 gr. | Fjöldi: 2 - 5, algengast 4

Tildran er einkvænisfugl og oft halda pörin saman meira en eitt varp. Hreiðrið er grunn laut oft fóðruð með laufi. Það er oftast um 11 sentimetra að þvermáli og um þriggja sentimetra djúpt. Tildrur velja sér ekki einn ákveðin hreiðurstað, hreiðrið getur verið staðsett innan um gróður en einnig í grjóti eða jafnvel beint á klöpp. Oft verpa þær nokkrar saman í hóp.

Eggin geta verið mismunandi á litin en oftast þó föl grænbrún með dökkbrúnum doppum. Tildran liggur á eggjunum í 22 til 24 daga og er það aðalega kvenfuglinn sem liggur á en oft kemur karlfuglinn líka til hjálpar undir lokin.

Ungarnir fæðast mjög þroskaðir og geta yfirgefið hreiðrið fljótlega eftir að hafa skriðið úr eggi. Þeir eru daufgulir á litin á baki með gráum flekkjum en hvítir að neðan. Þeir eru færir um að afla sér fæðu sjálfir strax en eru verndaðir að foreldrunum, sérstaklega karlfuglinum. Þeir eru orðnir fleygir eftir 19 til 21 dag.

  • Fyrirmynd greinarinnar var að hluta til „Ruddy Turnstone“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. mars 2013.
  • „Hvaðan koma tildrur sem heimsækja Ísland og hvert eru þær að fara?“. Vísindavefurinn.
  • Náttúrufræðistofa Kópavogs - Tildra Geymt 7 mars 2016 í Wayback Machine