Fara í innihald

Vaðfuglar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Vaðfugl)
Vaðfuglar
Fitjatíta (Calidris pusilla)
Fitjatíta (Calidris pusilla)
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Strandfuglar (Charadriiformes) (partim)
Suborders

Sjá grein

Vaðfuglar (fræðiheiti: Charadrii) eru undirættbálkur strandfugla. Þessi hópur telur um 210 tegundir fremur lítilla fugla sem flestar lifa í votlendi og við strendur. Þær tegundir sem lifa nálægt Norðurslóðum eru farfuglar en tegundir í hitabeltinu eru oft staðfuglar.

Einkenni á vaðfuglum eru langir fætur að mestu án sundfita og langur og mjór goggur sem þeir nota til að tína hryggleysingja upp úr leir eða sandi. Mismunandi lag goggsins gerir það að verkum að ólíkar tegundir vaðfugla geta nýtt sama svæðið til fæðuöflunar án þess að vera í samkeppni sín á milli.

Ættir vaðfugla skiptast í fjóra hópa:


Vaðfuglar á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Ísland er mikilvæg varpstöð og viðkomustaður evrópskra vaðfugla. Talið er að allt að 20 % evrópskra vaðfugla hafi þar búsetu á sumrin og vor og haust er Ísland viðkomustaður farfugla sem fljúga milli Evrópu og Norður-Ameríku. Á Íslandi verpa 10 tegundir vaðfugla reglulega. Þeir eru af tjaldaætt (tjaldur), lóuætt (sandlóa og heiðlóa) og snípuætt (spói, jaðrakan, stelkur, sendlingur, lóuþræll og fjöruspói). [1]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Vaðfuglar (Náttúrustofa Kópavogs)“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. mars 2016. Sótt 14. júní 2011.
  Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.