Fara í innihald

Farfugl

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kanadagæsir koma á varpstöðvar
Ferðaleiðir grágæsa milli varpstöðva og vetrarstöðva
Ferðaleiðir lóuþræla milli varpstöðva og vetrarstöðva

Farfugl er fugl sem flýgur á milli svæða eftir árstíðum. Farfuglar færa sig á milli svæða eftir framboði fæðu, vistkerfi og veðri. Fuglar sem ekki færa sig árlega milli svæða eru kallaðir staðfuglar. Helstu kennileiti farfugla við flug til að rata á varpstöðvar eða vetrarstöðvar eru segulsvið jarðar og staðsetning himintunglanna.

Fuglar hafa segulsteind í höfðinu og geta skynjað með henni segulsvið jarðar. Þessi steind veldur því einnig að fuglar ókyrrast fyrir jarðskjálfta þegar breytingar verða á rafsegursviði.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hvernig rata farfuglar milli landa?“. Vísindavefurinn.