Þessar bæjarstjórnarkosningar á Akureyri fóru fram 26. maí. Framsóknarflokkurinn, Alþýðubandalagið og sameiginlegt framboð Alþýðuflokks og Framtaka frjálslyndra og vinstrimanna mynduðu nýjan meirihluta. Valur Arnþórsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar Bjarni Einarsson var endurkjörinn í embætti bæjarstjóra með samhljóða atkvæðum allra bæjarfulltrúa.
Þessar bæjarstjórnarkosningar í Kópavogi fóru fram 26. maí 1974. Bæjarfulltrúum var aftur fjölgað um tvo vegna fólksfjölgunar. Framsóknarflokkurinn ásamt Frjálslyndum og vinstri mönnum buðu fram sameiginlegan I-lista. H-listinn bauð ekki fram en Alþýðubandalagið bauð fram í fyrsta sinn. Meirihluti var myndaður af D-lista og tveimur fulltrúum I-lista, framsóknarmönnunum. Sigurjón Hilaríusson af I-lista studdi ekki meirihlutann. Björgvin Sæmundsson var endurkjörinn bæjarstjóri.