Þessar bæjarstjórnarkosningar á Akranesi fóru fram 31. janúar. Í framboði voru annars vegar sameiginlegur listi Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og kommúnista og hins vegar listi Sjálfstæðisflokksins.
Mikil dramatík varð í kringum þessar hreppsnefndarkosningar í Kópavogi sem áttu upphaflega að fara fram 31. janúar 1954. Þeim var frestað til 14. febrúar af yfirkjörstjórn[5] eftir að sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýslu hafði ógilt undirbúning kosninga[6] sökum deilna Óháðra kjósenda og Sjálfstæðisflokksins um listabókstafinn D[7]. Þegar úrslitin úr kosningunum þann 14. febrúar voru gerð ljós[8] munaði aðeins einu atkvæði á milli A-lista og B-lista. 8. apríl gekk úrskurður sýslunefndar Kjósarsýslu varðandi kæru vegna ógiltra utankjörfundaratkvæða og dæmdi kosningarnar ómerktar[9]. Kjörræðismaður Íslendinga í Minneapolis hafði rifið fylgibréfin frá kjörseðlunum sjálfum og þannig ógilt atkvæðin. Aðeins hafði munað einu atkvæði á milli Framsóknarflokks og Alþýðuflokks og því ljóst að atkvæðin hefðu getað haft úrslitavægi þar á milli. Úrslitin voru því dæmd ómerk og sömu listar og frambjóðendur[10] því í framboði aftur. Kosið var því aftur 16. maí. Skipting hreppsnefndarfulltrúa breyttist ekki[11]. G-listi Óháðra kjósenda hélt meirihluta sínum.
Ári síðar fékk Kópavogur kaupstaðarréttindi og bæjarstjórnarkosningar voru haldnar í október 1955.
Þessar hreppsnefndarkosningar á Raufarhöfn áttu að fara fram 31. janúar. Engir listar komu fram og var fyrri hreppsnefnd því endurkjörin ásamt Hólmsteini Helgasyni sem hafði leyst Eiríks Ágústsson af hólmi á kjörtímabilinu.[14]