Fara í innihald

Hreppsnefndarkosningar á Seltjarnarnesi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Seltjarnarnes valdi sína fyrstu hreppsnefnd árið 1875 og fékk kaupstaðarréttindi 29. mars 1974.

Listi Hreppsnefndarmenn
A Konráð Gíslason
A Sigurjón Jónsson
B Finnbogi Rútur Valdimarsson
B Guðmundur Eggertsson
B Guðmundur Gestsson
Listi Flokkur Atkvæði % Hreppsn.
A A-listinn 217 49,54 2
B Framfarafjelagið 221 50,46 3
Gild atkvæði 438 100,00 5

Sveitarstjórnarkosningarnar 1946 fóru fram 7. júlí. Framfarafélagið Kópavogur bauð fram lista með mönnum úr öllum stjórnmálaflokkum með það að markmiði að ná meirihluta til að þrýsta á frekari framfarir í Kópavogi og höfðu fyrir kosningarnar sent kjósendum bréf þar að lútandi. Sameinaðir Kópavogsbúar unnu kosninguna með 4 atkvæða mun gegn A-lista þar sem fyrrum hreppsnefndarmenn skipuðu efstu sætin. Guðmundur Gestsson var skipaður oddviti en Finnbogi Rútur Valdimarsson gegndi störfum oddvita á meðan Guðmundur dvaldi erlendis. Sigurjón Jónsson vék sæti sínu skömmu eftir kosningar, hugsanlega vegna mikilla útstrikana af A-listanum og tók Kjartan Einarsson við sæti hans.

Ákveðið var svo að skipta hreppnum upp og kljúfa Kópavog úr honum enda sé hreppurinn í tveim ólíkum og ótengdum hlutum, og Kópavogur nú nær jafnfjölmennur og Sauðárkrókur sem hafði þá nýverið fengið kaupstaðarréttindi. Skiptingin fór fram um áramótin 1947-48, og héldu Kópavogsbúar eigin hreppsnefndarkosningu.

Listi Hreppsnefndarmenn
A Kjartan Einarsson
A Konráð Gíslason
B Erlendur Einarsson
B Jón Guðmundsson
B Sigurður Flygenring
Listi Flokkur Atkvæði % Hreppsn.
A A-listinn 101 39,14 2
B B-listinn 137 53,10 3
Auðir 20 7,75
Ógildir 0 0,00
Alls 258 100,00 5
Kjörskrá og kjörsókn 334 77,24

Kosið var 29. janúar 1948. B-listinn vann kosningarnar.[1]

Listi Hreppsnefndarmenn
B
B
D
D
D
Listi Flokkur Atkvæði % Hreppsn.
B Óháðir 121 47,64 2
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 133 52,36 3
Gild atkvæði 254 100,00 5

Sveitarstjórnarkosningarnar 1950 fóru fram 29. janúar. Sjálfstæðismenn náðu meirihluta.[2]

Listi Hreppsnefndarmenn
B Kjartan Einarsson
B Konráð Gíslason
D Jón Guðmundsson
D Sigurður Flygenring
D Sigurður Jónsson
Listi Flokkur Atkvæði % Hreppsn.
B Óháðir 146 46,20 2
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 170 53,80 3
Gild atkvæði 316 100,00 5

Sveitarstjórnarkosningarnar 1954 fóru fram 31. janúar. Sjálfstæðismenn héldu meirihluta.[3]

Hreppsnefndarmenn
Erlendur Einarsson
Jón Guðmundsson
Kjartan Einarsson
Konráð Gíslason
Sigurður Jónsson

Sveitarstjórnarkosningarnar 1958 fóru fram 25. janúar en aðeins einn listi kom fram í hreppnum, skipaður frambjóðendum úr flestum flokkum, og var því sjálfkjörið.[4]

Listi Hreppsnefndarmenn
D Jón Guðmundsson
D Karl B. Guðmundsson
D Sigurgeir Sigurðsson
H Jóhannes Sölvason
H Jón G. Sigurðsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
A Alþýðu­flokkurinn 72 11,34 0
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 294 46,30 3
G Alþýðu­bandalagið 74 11,65 0
H Frjálslyndir kjósendur 172 27,09 2
Auðir 21 3,31
Ógildir 2 0,31
Alls 635 100,00 5
Kjörskrá og kjörsókn 695 91,37

Sveitarstjórnarkosningarnar 1960 fóru fram 27. maí. Sjálfstæðisflokkurinn náði hreinum meirihluta.[5]

Listi Hreppsnefndarmenn
D Karl B. Guðmundsson
D Sigurgeir Sigurðsson
D Snæbjörn Ásgeirsson
H Jóhannes Sölvason
H Sveinbjörn Jónsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 460 56,93 3
H Framboð Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks 314 38,86 2
Auðir og ógildir 34 4,21
Alls 808 100,00 5
Kjörskrá og kjörsókn 887 91,09

Sveitarstjórnarkosningarnar 1966 fóru fram 22. maí. Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta gegn sameinuðu framboði Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks.[6]

Listi Hreppsnefndarmenn
D Karl B. Guðmundsson
D Kristinn P. Michelsen
D Sigurgeir Sigurðsson
H Njáll Ingjaldsson
H Njáll Þorsteinsson
Listi Flokkur Atkvæði % Bæjarf.
D Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðis­flokkurinn 587 61,92 3
H Vinstri menn 312 32,91 2
Auðir og ógildir 49 5,17
Alls 948 100,00 5
Kjörskrá og kjörsókn 1076 88,10

Sveitarstjórnarkosningarnar 1970 fóru fram 31. maí. Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta gegn sameiginlegu framboði hinna flokkanna.[7]

Seltjarnarnes fékk kaupstaðarréttindi 29. mars 1974, því voru næstu kosningar bæjarstjórnarkosningar.

  • Adolf J. E. Petersen (ritstj.) (1983). Saga Kópavogs - Frumbyggð og hreppsár 1935-1955. Lionsklúbbur Kópavogs., bls. 78-79
  1. Morgunblaðið 20. janúar 1948, bls. 7
  2. Morgunblaðið 31. janúar 1950, bls. 2
  3. Morgunblaðið 2. febrúar 1954, bls. 2
  4. Morgunblaðið 7. janúar 1958, bls. 20
  5. Morgunblaðið 29. maí 1962, bls. 15
  6. Morgunblaðið 24. maí 1966, bls. 12
  7. Morgunblaðið 2. júní 1970, bls. 11