Sveitarstjórnarkosningarnar 1946 fóru fram 7. júlí. Framfarafélagið Kópavogur bauð fram lista með mönnum úr öllum stjórnmálaflokkum með það að markmiði að ná meirihluta til að þrýsta á frekari framfarir í Kópavogi og höfðu fyrir kosningarnar sent kjósendum bréf þar að lútandi. Sameinaðir Kópavogsbúar unnu kosninguna með 4 atkvæða mun gegn A-lista þar sem fyrrum hreppsnefndarmenn skipuðu efstu sætin. Guðmundur Gestsson var skipaður oddviti en Finnbogi Rútur Valdimarsson gegndi störfum oddvita á meðan Guðmundur dvaldi erlendis. Sigurjón Jónsson vék sæti sínu skömmu eftir kosningar, hugsanlega vegna mikilla útstrikana af A-listanum og tók Kjartan Einarsson við sæti hans.
Ákveðið var svo að skipta hreppnum upp og kljúfa Kópavog úr honum enda sé hreppurinn í tveim ólíkum og ótengdum hlutum, og Kópavogur nú nær jafnfjölmennur og Sauðárkrókur sem hafði þá nýverið fengið kaupstaðarréttindi. Skiptingin fór fram um áramótin 1947-48, og héldu Kópavogsbúar eigin hreppsnefndarkosningu.
Sveitarstjórnarkosningarnar 1958 fóru fram 25. janúar en aðeins einn listi kom fram í hreppnum, skipaður frambjóðendum úr flestum flokkum, og var því sjálfkjörið.[4]
Framboð Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks
314
38,86
2
Auðir og ógildir
34
4,21
Alls
808
100,00
5
Kjörskrá og kjörsókn
887
91,09
Sveitarstjórnarkosningarnar 1966 fóru fram 22. maí. Sjálfstæðisflokkurinn hélt meirihluta gegn sameinuðu framboði Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Framsóknarflokks.[6]