Fara í innihald

Reuven Rivlin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Reuven Rivlin
ראובן ריבלין
Forseti Ísraels
Í embætti
24. júlí 2014 – 7. júlí 2021
ForsætisráðherraBenjamin Netanyahu
Naftali Bennett
ForveriShimon Peres
EftirmaðurIsaac Herzog
Persónulegar upplýsingar
Fæddur9. september 1939 (1939-09-09) (84 ára)
Jerúsalem, Palestínu
ÞjóðerniÍsraelskur
StjórnmálaflokkurLikud
MakiNechama Rivlin
TrúarbrögðGyðingdómur
Börn4
HáskóliHebreski háskólinn í Jerúsalem
StarfStjórnmálamaður, lögfræðingur
Undirskrift

Reuven „Ruvi“ Rivlin (f. 9. september 1939) er ísraelskur stjórnmálamaður og lögfræðingur sem var tíundi forseti Ísraels. Hann er meðlimur í Likud-bandalaginu og var forseti frá árinu 2014 til ársins 2021. Rivlin var samgöngumálaráðherra frá 2001 til 2003 og var síðan forseti Knesset-þingsins frá 2003 til 2006 og aftur frá 2009 til 2013.[1]

Rivlin hefur talað fyrir því að Palestínumenn á Vesturbakkanum og Gasaströndinni fái full ísraelsk ríkisborgararéttindi í stækkuðu Ísraelsríki.[2] Rivlin er ötull stuðningsmaður réttinda minnihlutahópa, sér í lagi arabískra Ísraela.[3][4] Hann styður eins ríkis lausn á landamæradeilum Ísraels og Palestínu. Rivlin talar arabísku reiprennandi.[5][6]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „ynet מבית"ר ירושלים לבית הנשיא: מי אתה רובי ריבלין? - חדשות“. Ynet.co.il. 10. júní 2014. Sótt 30. mars 2019.
  2. „Israel's democracy: Under siege too“. The Economist. 17. júní 2010. Sótt 30. mars 2019.
  3. „Greek Patriarch praises Rivlin for defending minorities and condemning violence“. Jerusalem Post. 28. desember 2015.
  4. „Arab minority is invisible to Israeli Jews, president says“. Times of Israel. 8. febrúar 2015.
  5. Marsha B. Cohen (10. júní 2014). „9 Facts About Israeli President Reuven Rivlin « LobeLog“. Lobelog.com. Sótt 30. mars 2019.
  6. Greer Fay (27. október 2014). „Rivlin hails Jordan's King Abdullah as 'brave' leader who wants peace“. Jerusalem Post. Sótt 30. mars 2019.


Fyrirrennari:
Shimon Peres
Forseti Ísraels
(24. júlí 20147. júlí 2021)
Eftirmaður:
Isaac Herzog


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.