Forsætisráðherra Ísraels

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Forsætisráðherra Ísraels er sá sem gegnir forsæti í ríkisstjórn Ísraelsríkis. Yfirleitt er forsætisráðherrann leiðtogi þess flokks sem stærstur er á Knesset, ísraelska þinginu.

Forsætisráðherrar[breyta | breyta frumkóða]

Nafn Tók við embætti Lét af embætti Flokkur
1. David Ben-Gurion 1948 1953 Mapai
2. Moshe Sharett 1953 1955 Mapai
David Ben-Gurion 1955 1963 Mapai
3. Levi Eshkol 1963 19696 Mapai1
Yigal Allon (Settur) 1969 1969 Mapai1
4. Golda Meir 1969 1974 Verkamannaflokkurinn
5. Yitzhak Rabin 1974 1977 Verkamannaflokkurinn
Shimon Peres (Settur) 1977 1977 Verkamannaflokkurinn
6. Menachem Begin 1977 1983 Likud
7. Yitzhak Shamir 1983 1984 Likud
8. Shimon Peres2 1984 1986 Verkamannaflokkurinn
Yitzhak Shamir2 1986 1992 Likud
Yitzhak Rabin3 1992 19956 Verkamannaflokkurinn
Shimon Peres 1995 1996 Verkamannaflokkurinn
9. Benjamín Netanjahú 1996 1999 Likud
10. Ehud Barak 1999 2001 Verkamannaflokkurinn
11. Ariel Sharon 2001 20054 Likud4
* Ariel Sharon (að nafninu til) / Ehud Olmert (Sitjandi)5 2006 2006 Kadima
12. Ehud Olmert 2006 2009 Kadima
Benjamín Netanjahú 2009 2021 Likud
13. Naftali Bennett 2021 2022 Nýja hægrið
13. Yair Lapid 2022 2022 Yesh Atid
Benjamín Netanjahú 2022 Likud

1 Árið 1968 sameinaðist Mapai öðrum flokkum til að mynda verkamannaflokkinn.

2 Eftir kosningarnar 1984 náðu Likud og verkamannaflokkurinn samkomalgi sem kvað á um að skipt yrði um forsætisráðherra á miðju kjörtímabili. Shimon Peres gegndi starfinu fyrstu tvö árin fyrir verkamannaflokkinn og svo tók Yitzhak Shamir við. Eftir kosningarnar árið 1988 gat Likud stjórnað án stuðnings verkamannaflokksins og Yitzhak Shamir tók við embætti að nýju.

3 Rabin var myrtur af landa sínum meðan hann gegndi embættinu.

4 Þann 21. nóvember 2005 sagði Sharon, auk annarra ráðherra, sig úr Likud meðan hann var enn í embætti vegna deilna um brotthvarf ísraelsmanna frá Gaza og samninga um vesturbakkann. Saman stofnuðu þeir nýjan flokk Kadima sem mun bjóða fram í næstu kosningum.

5 Eftir að Ariel Sharon fékk heilablóðfall þann 4. janúar 2006 tók Ehud Olmert við starfi forsætisráðherra tímabundið.

6 Lést meðan hann gegndi starfinu.