Ehud Olmert
Útlit
![](http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/2/22/Ehud_Olmert_%28Sao_Paulo_2005%29.jpg/220px-Ehud_Olmert_%28Sao_Paulo_2005%29.jpg)
Ehud Olmert (hebreska: אהוד אולמרט) (fæddur 30. september, 1945) er ísraelskur stjórnmálamaður sem var tólfti forsætisráðherra Ísraels.
Olmert tók opinberlega við sæti forsætisráðherra Ísraels þann 14. apríl 2006 en hafði í reynd gegnt starfinu frá því 4. janúar sama ár eftir að þáverandi forsætisráðherra, Ariel Sharon, fékk heilablóðfall og féll í dá.