1633
Útlit
(Endurbeint frá MDCXXXIII)
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
1633 (MDCXXXIII í rómverskum tölum) var 33. ár 17. aldar sem hófst á laugardegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en þriðjudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Janúar - Axel Oxenstierna hélt til Þýskalands til að taka við stjórn sænska hersins þar.
- 13. febrúar - Galileo Galilei kom fyrir Rannsóknarréttinn í Róm.
- Apríl - Svíar og þýsku mótmælendafurstarnir gerðu með sér bandalag í Heilbronn.
- 22. júní - Galileo Galilei neyddist til að taka aftur sólmiðjukenningu sína opinberlega fyrir Rannsóknarréttinum í Róm.
- 28. júní - Svíar sigruðu keisaraherinn í orrustunni við Oldendorf.
- 1. ágúst - Svíar sigruðu keisaraherinn í orrustunni við Pfaffenhofen.
- 27. september - Svíar biðu ósigur í orrustunni við Steinau.
Ódagsettir atburðir
[breyta | breyta frumkóða]- Veturinn 1633-1634 var kallaður Hvítivetur á Íslandi.
- Heimskringla var prentuð í fyrsta sinn (í norskri þýðingu) í Kaupmannahöfn.
- Fasilides Eþíópíukeisari rak erlenda trúboða úr landinu.
- Tokugawa Iemitsu gerði kristni útlæga úr Japan og tók upp harða einangrunarstefnu.
Fædd
[breyta | breyta frumkóða]- 21. febrúar - Einar Þorsteinsson, Hólabiskup (d. 1696).
- 23. febrúar - Samuel Pepys, enskur embættismaður og dagbókarskrifari (d. 1703).
- 20. apríl - Go-Komyo, Japanskeisari (d. 1654).
- 14. október - Jakob 2. Englandskonungur (d. 1701).
Dáin
[breyta | breyta frumkóða]- 1. mars - George Herbert, enskt skáld (f. 1593).
- 12. ágúst - Jacopo Peri, ítalskt tónskáld (f. 1561).
- 7. nóvember - Cornelius Drebbel, hollenskur uppfinningamaður (f. 1572).