Francisco Goya
Jump to navigation
Jump to search
Francisco José de Goya y Lucientes (30. mars 1746 – 16. apríl 1828) var spænskur listamaður og myndskeri frá Aragon. Hann var hirðmálari í stjórnartíð Karls 3. og Karls 4. Hann hefur oft verið kallaður síðasti gamli meistarinn og fyrsti meistari nútímans. Hann hafði mikil áhrif á expressjónistana eins og Édouard Manet og Pablo Picasso. Elsta verk hans er Engið í San Isidro.