Fara í innihald

Klaus Berntsen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Klaus Berntsen
Forsætisráðherra Danmerkur
Í embætti
5. júlí 1910 – 21. júní 1913
ÞjóðhöfðingiFriðrik 8.
Kristján 10.
ForveriCarl Theodor Zahle
EftirmaðurCarl Theodor Zahle
Persónulegar upplýsingar
Fæddur12. júní 1844
Eskilstrup, Danmörku
Látinn27. mars 1927 (82 ára) Kaupmannahöfn, Danmörku
ÞjóðerniDanskur
StjórnmálaflokkurVenstre
Undirskrift

Klaus Berntsen (12. júní 184427. mars 1927) var danskur stjórnmálamaður sem var forsætisráðherra Danmerkur frá 1910 til 1913.

Ævi og störf[breyta | breyta frumkóða]

Klaus Berntsen fæddist á Fjóni inn í bændafjölskyldu sem aðhylltist kenningar Grundtvig í þjóðmálum. Hann varð pólitískur á unga aldri, gekk til liðs við Venstre og átti stóran þátt í vinsældum flokksins meðal bænda á Fjóni. Hann var einn af stofnendum Fyns Tidende árið 1872 en það var um áratugaskeið eitt áhrifamesta dagblað Danmerkur.

Hann var kjörinn á danska þjóðþingið árið 1873 og sat þar til 1884. Tveimur árum síðar sneri hann aftur og sat sleitulaust á þingi næstu fjörutíu árin, til 1926. Þessi 51 árs þingseta er met í danskri stjórnmálasögu.

Berntsen þótti snjall ræðumaður en pólitísk áhrif voru lengi vel takmörkuð þar sem hann tilheyrði flokknum Moderate Venstre sem var áhrifalítill lengst af sögu sinni. Árið 1908 varð hann innanríkisráðherra í stjórn Niels Neergaard og frá 1910 til 1913 gegndi hann stöðu forsætisráðherra og varnarmálaráðherra, uns stjórn hans féll og Carl Theodor Zahle tók við. Helsta afrek stjórnar Berntsen var endurskoðun stjórnarskrárinnar árið 1912 sem fól í sér ýmsar lýðræðisumbætur.

Neergaard varð forsætisráðherra í annað og þriðja sinn á árunum 1920-24 og gegndi Berntsen ráðherraembættum í þeim stjórnum. Hann lést árið 1927.

Ítarefni[breyta | breyta frumkóða]

  • Harald Jørgensen (ritstj.), Tre venstremænd : en brevveksling mellem Frede Bojsen, Klaus Berntsen og Niels Neergaard, Gad, 1962.
  • Frode Aagaard, Klaus Berntsen : Frihedens Talsmand, Fyns Boghandels Forlag, 1944.
  • Klaus Berntsen, Erindringer, 3. bindi, Pio, 1921-1925.


Fyrirrennari:
Carl Theodor Zahle
Forsætisráðherra Danmerkur
(5. júlí 191021. júní 1913)
Eftirmaður:
Carl Theodor Zahle