Fara í innihald

Christen Andreas Fonnesbech

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Christen Andreas Fonnesbech
Forsætisráðherra Danmerkur
Í embætti
14. júlí 1874 – 11. júní 1875
ÞjóðhöfðingiKristján 9.
ForveriLudvig Holstein-Holsteinborg
EftirmaðurJ.B.S. Estrup
Persónulegar upplýsingar
Fæddur7. júlí 1817
Kaupmannahöfn, Danmörku
Látinn17. maí 1880 (62 ára) Kaupmannahöfn, Danmörku
MakiKaren Sophie Hauberg
HáskóliKaupmannahafnarháskóli

Christen Andreas Fonnesbech (7. júlí 181717. maí 1880) var danskur stórjarðeigandi og lögfræðingur sem gegndi stöðu forsætisráðherra Danmerkur frá 1874 til 1875.

Ævi og störf

[breyta | breyta frumkóða]

C. A. Fonnesbech var sonur klæðskera í Kaupmannahöfn og lauk námi í lögum við Kaupmannahafnarháskóla árið 1840. Hann hugðist gerast embættismaður en eftir að hafa fengið stóran arf frá föður sínum árið 1843 festi hann kaup á stórri landareign á norðvestur Sjálandi sem hann byggði hratt upp og stækkaði á næstu árum.

Hann hóf þátttöku í landsmálum árið 1858 en kaus að standa utan stóru stjórnmálaflokkanna heldur taldist hann til óháðra þingmanna. Ósigur Dana í síðara Slésvíkurstríðinu færðist Fonnesbech nær flokki stórlandeigenda á þinginu.

Hann varð fjármálaráðherra í ríkisstjórn C. E. Frijs árið 1865 og þótti sinna störfum sínum með prýði. Eftir að stjórn Frijs lét af störfum var hann gerður að innanríkisráðherra í stjórn Holstein-Holsteinborg. Undir ráðuneyti hans heyrðu m.a. ýmis ný tæknikerfi sem þá voru að ryðja sér til rúms í danmörku s.s. járnbrautir og ritsími.

Þegar ríkisstjórn Holstein-Holsteinborg lét af völdum vegna vaxandi væringa milli hægri- og vinstriaflanna á þinginu tók Fonnesbech að sér myndun nýrrar stjórnar eftir að Estrup baðst undan því. Verkefnið var vonlítið og erfitt reyndist að fá öfluga ráðherra til starfa í stjórninni. Stjórninni tókst ekki að miðla málum milli ólíkra fylkinga og hrökklaðist frá eftir tæpt ár. Fonnesbech átti þó áfram sæti á þinginu til dauðadags en lét lítið fyrir sér fara.

  • Niels Neergaard, "Christen Andreas Fonnesbech", í: Christian Blangstrup (ritstj.), Salmonsens Konversationsleksikon, Kaupmannahöfn: J.H. Schultz Forlag 1915-30.
  • Niels Neergaard, "Christen Andreas Fonnesbech", í: Povl Engelstoft & Svend Dahl (ritstj.), Dansk Biografisk Leksikon, Kaupmannahöfn: J.H. Schultz Forlag 1932-44.


Fyrirrennari:
Ludvig Holstein-Holsteinborg
Forsætisráðherra Danmerkur
(14. júlí 187411. júní 1875)
Eftirmaður:
Jacob Brønnum Scavenius Estrup