Lars Løkke Rasmussen

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Lars Løkke Rasmussen
Lars Loekke Rasmussen - 28 April 2010.jpg
Forsætisráðherra Danmerkur
Í embætti
28. júní 2015 – 27. júní 2019
Í embætti
5. apríl 2009 – 3. október 2011
Persónulegar upplýsingar
Fæddur15. maí 1964 (1964-05-15) (56 ára)
Vejle, Danmörku
ÞjóðerniDanskur
StjórnmálaflokkurVenstre
MakiSólrun Jákupsdóttir
Börn3
HáskóliKaupmannahafnarháskóli
StarfLögfræðingur, stjórnmálamaður

Lars Løkke Rasmussen (fæddur 15. maí 1964 í Vejle) er fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur (20092011; 20152019) og formaður stjórnmálaflokksins Venstre.

Á árunum 2001 til 2007 var hann innanríkis- og heilbrigðisráðherra í þremur ríkisstjórnum Anders Fogh Rasmussen og hinn 23. nóvember 2007 tók hann við stöðu fjármálaráðherra, einnig í ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen.

5. apríl 2009 tók Anders Fogh Rasmussen við stöðu aðalritara NATO og tók Lars Løkke Rasmussen þá við embætti forsætisráðherra Danmerkur.

Lars Løkke Rasmussen er lögfræðingur að mennt og hefur verið þingmaður á löggjafarþingi Danmerkur, Folketinget, frá árinu 1994. Þá var hann einnig borgarstjóri í Frederiksberg frá 1998 til 2001.

Hann er ekki skyldur Anders Fogh Rasmussen þótt báðir beri þeir sama ættarnafn. 3. oktober 2011, Helle Thorning-Schmidt tók þá við embætti forsætisráðherra. Eftir sigur kosningabandalags hægri- og miðflokka í júní 2015 varð hann aftur forsætisráðherra. Hann gegndi embættinu þar til danska hægriblokkin bað ósigur í þingkosningum árið 2019. Þann 31. ágúst eftir þingkosningarnar lýsti Løkke því yfir að hann hygðist segja af sér sem formaður Venstre vegna eigin óánægju með störf flokksins.[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sylvia Hall (31. ágúst 2019). „Lars Løkke hættir sem formaður Venstre“. Vísir. Sótt 31. ágúst 2019.


Fyrirrennari:
Anders Fogh Rasmussen
Forsætisráðherra Danmerkur
(5. apríl 20093. október 2011)
Eftirmaður:
Helle Thorning-Schmidt
Fyrirrennari:
Helle Thorning-Schmidt
Forsætisráðherra Danmerkur
(28. júní 201527. júní 2019)
Eftirmaður:
Mette Frederiksen


  Þessi Danmerkurgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.