Hreiðar Ingi Þorsteinsson
Hreiðar Ingi Þorsteinsson | |
![]() | |
Fæðingarnafn | Hreiðar Ingi Þorsteinsson |
---|---|
Fæddur | 31. mars 1978 |
Uppruni | Stykkishólmur |
Vefsíða | thorsteinssonpublishing.com |
Hreiðar Ingi Þorsteinsson (H. I. Thorsteinsson) er tónskáld og kórstjóri, stjórnandi Kórs Menntaskólans við Hamrahlíð.
Menntun[breyta | breyta frumkóða]
Hreiðar Ingi Þorsteinsson lauk tónmenntakennaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 2001 og BA-gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Ári síðar lauk hann burtfararprófi í söng frá Söngskólanum í Reykjavík. Erlendis stundaði hann framhaldsnám í tónsmíðum og kórstjórn, fyrst við háskólann í Jyväskylä, Finnlandi og síðan í Eistlandi, þar sem hann lauk við MA-gráðu í tónsmíðum frá Tónlistarháskólanum í Tallinn, útskrifaðist þaðan með láði árið 2011.
Ferill[breyta | breyta frumkóða]
Hreiðar Ingi hefur að námi loknu fengist við tónsmíðar og kórstjórn. Haustið 2016 stofnaði hann söngsveitina Ægisif, til kynningar á kórverkum frá Austur-Evrópu. Haustið 2017 hóf hann að stjórna Kór Menntaskólans við Hamrahlíð og haustið 2020 hóf hann að stjórna sönghópnum Hljómeyki.
Tónverk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson[breyta | breyta frumkóða]
Kirkjuleg kórverk[breyta | breyta frumkóða]
- A solis ortus cardine / Englasveit kom af himnum há - fyrir kvennakór. Texti: Antiphonale Monastricum / úr Hólabók (1589).
- Ave maris stella / Heill þér, hafsins stjarna - fyrir tvo blandaða kóra, hörpu og slagverk. Texti: úr Liber usualis / þýð. Matthías Jochumsson (1835-1920).
- Cantico - fyrir einsöng, karlakór, blásarasveit, pákur og píanó. Texti: Frans frá Assisí (1182-1226).
- Der HERR ist mein Hirte / Drottinn er minn hirðir - fyrir einsöngvara, blandaðan kór og orgel. Texti: Davíðssálmur í þýðingu Lúthers / úr Guðbrandsbiblíu.
- Ég höfði lýt - Jólalag fyrir blandaðan kór eða kvennakór. Texti: Anna Kristine Magnúsdóttir (f.1953).
- Ég veit minn ljúfur lifir - fyrir blandaðan kór. Texti: Hallgrímur Pétursson (1614-1674).
- In paradisum - fyrir kvennakór. Texti: úr Liber usualis.
- Jólakvöld - fyrir einsöng, blandaðan kór eða kvennakór og píanó; fyrir einsöng og píanó. Texti: Davíð Stefánsson (1895-1964).
- Jómfrú Maríu dans - fyrir einsöngvara, blandaðan kór, strengjakvintett, harmonium og hörpu. Texti: Daði Halldórsson (1638-1721).
- Konungur lífsins - Fermingarsálmur fyrir blandaðan kór. Texti: Friðrik Friðriksson (1868-1961); Op. 2:10b.
- Ljós og skuggar - fyrir blandaðan kór. Texti: Iðunn Steinsdóttir (f.1940).
- Lux aeterna - fyrir blandaðan kór. Texti: úr Liber usualis.
- Magnificat / Lofsöngur Maríu - fyrir einsöng, blandaðan kór eða karlakór og orgel. Texti: úr Lúkasarguðspjalli.
- María meyjan skæra - fyrir tvo blandaða kóra. Texti: Jón Pálsson Maríuskáld (um 1390-1471) og úr Liber usualis.
- María mærin blíð - fyrir blandaðan kór. Texti: Birgir Ásgeirsson (f.1945).
- Messa á móðurmáli - fyrir einsöng og blandaður kór. Texti: úr Hómilíubók.
- Missa beati archangeli - fyrir kvennakór og orgel. Texti: Fastir messuliðir.
- Nunc dimittis - fyrir blandaðan kór. Texti: úr Lúkasarguðpjalli.
- O, heilger Geist, kehr bei uns ein - Hvítasunnusálmur fyrir blandaðan kór eða kvennakór. Texti: Michael Schirmer (1606-1673).
- Ó, lífsins faðir, láni krýn - Brúðkaupssálmur fyrir blandaðan kór eða kvennakór. Texti: Matthías Jochumsson (1835-1920).
- Pater noster - fyrir blandaðan kór og orgel. Texti: Faðir vor úr Mattheusarguðspjalli.
- Salve Regina - fyrir blandaðan kór. Texti: úr Liber usualis.
- Sjá, morgunstjarnan blikar blíð - Jólasálmur fyrir blandaðan kór eða kvennakór. Texti: Helgi Hálfdanarson (1826-1894).
- Stabat Mater - fyrir einsöng, blandaðan kór, strengjatríó og kantele. Texti: Jacopone da Todi, miðaldatextar frá Englandi og erindi úr Kanteletar.
- The Heavens declare the Glory of God / Himnarnir segja frá Guðs dýrð - fyrir einsöngvara, blandaðan kór og píanó. Texti: úr Davíðssálmum.
- Ubi caritas - fyrir blandaðan kór eða kvennakór. Texti: úr Liber usualis.
- Unto God my exceeding Joy / Til Guðs minnar fagnandi gleði - fyrir blandaðan kór og orgel. Texti: úr Davíðssálmum.
- Þú heyrir - fyrir blandaðan kór eða einsöngvara og orgel. Texti: Davíð Stefánsson (1895-1964).
Veraldleg kórverk[breyta | breyta frumkóða]
- Álfadans - fyrir karlakór. Texti: Grímur Thomsen (1820-1896).
- Díli minn - fyrir blandaðan kór eða kvennakór. Texti: Stefán Ólafsson í Vallanesi (1619-1688).
- Hrafnamál - fyrir blandaðan kór. Texti: Íslensk dýraþula.
- Hvarf - fyrir blandaðan kór. Texti: Einar Benediktsson (1864-1940).
- Leiðarlok - fyrir blandaðan kór og orgel. Texti: höfundur ókunnur.
- Lindin - fyrir blandaðan kór. Texti: Sjöfn Þór (f.1976).
- Mánaskin - fyrir blandaðan kór eða kvennakór; fyrir einsöng og píanó. Texti: Friðrik Hansen (1891-1952).
- Mikið rær sú mey frábær - íslenskt þjóðlag, útsett fyrir blandaðan kór. Texti: úr þjóðlagasafni Bjarna Þorsteinssonar.
- Rauði riddarinn - fyrir blandaðan kór eða kvennakór. Texti: Davíð Stefánsson (1895-1964).
- Schlafen / Sofðu ljúfa - fyrir blandaðan kór. Texti: Friedrich Hebbel (1813-1863) / þýð. Friðrik Hansen (1891-1952).
- Skeljar - fyrir einsöng, karlakór og píanó. Texti: Hannes Pétursson (f.1931).
- So sweet a kiss / Ei sætri kossum - fyrir blandaðan kór. Texti: William Shakespeare (1564-1616), þýð. Steingrímur Thorsteinsson (1831-1913).
- The twa Corbies / Hrafnar - fyrir blandaðan kór. Texti: Skosk ballaða / þýð. Örn Arnarson (1884-1942).
- Upphaf - fyrir blandaðan kór. Texti: Ingibjörg Haraldsdóttir (1942-2016).
- Veistu ef þú vin átt - fyrir blandaðan kór. Texti: úr Hávamálum.
- Við sitjum tvö - fyrir blandaðan kór. Texti: Friðrik Hansen (1891-1952).
- What Lips my Lips have kissed - fyrir blandaðan kór eða einsöng og píanó. Texti: Edna St. Vincent Millay (1892-1950).
Sönglög[breyta | breyta frumkóða]
- Harpa mín hefur enga hljóma - fyrir einsöng og píanó. Texti: Jónas Guðlaugsson (1887-1916).
- Harpan - fyrir einsöng og píanó. Texti: Davíð Stefánsson (1895-1964).
- Morgunn - fyrir einsöng og píanó. Texti: Nína Björk Árnadóttir (1941-2000).
- Óskalandið - fyrir einsöng og píanó. Texti: Edgar Allan Poe (1809-1849), þýð. Örn Arnarson (1884-1942).
- Strax eða aldrei - fyrir einsöng og píanó. Texti: Jóhann Sigurjónsson (1880-1919).
- Svanur - fyrir einsöng og píanó. Texti: Nína Björk Árnadóttir (1941-2000).
- Söknuður - fyrir einsöng og píanó. Texti: Nína Björk Árnadóttir (1941-2000).
- Tveir fuglar - fyrir einsöng og píanó. Texti: Halldór Laxness (1902-1998).
- Vindurinn hvíslar - fyrir einsöng og píanó. Texti: Nína Björk Árnadóttir (1941-2000).