Kór Menntaskólans við Hamrahlíð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Kór Menntaskólans við Hamrahlíð er kór starfræktur af nemendum Menntaskólans við Hamrahlíð. Þorgerður Ingólfsdóttir stofnaði kórinn og stjórnaði honum frá 1967–2017.[1]

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Kórinn var stofnaður í haustbyrjun árið 1967 en þá hafði Menntaskólinn við Hamrahlíð verið starfræktur í um það bil eitt ár. Þorgerður Ingólfsdóttir stofnaði kórinn og hefur stjórnað honum æ síðan. Hún er brautskráður söngkennari frá Tónlistarskóla Reykjavíkur og lærði einnig tónvísindi og kórstjórn í Bandaríkjunum. Yfir 2000 íslenskir menntaskólanemendur hafa sungið með kórnum frá upphafi en kórinn telur að jafnaði um 100 manns. Kórinn syngur á öllum helstu hátíðum og athöfnum í skólanum, enda styður skólinn vel við bakið á kórnum. Árlega fer kórinn í tónleikaferðir um landið til að kynna íslenska og erlenda kórtónlist.

Hamrahlíðarkórinn[breyta | breyta frumkóða]

Árið 1981 bættist nýr kór við tónlistarsögu menntaskólans. Sá kór var skipaður þeim sem voru brautskráðir en vildu síður hætta að vinna með Þorgerði. Sá kór er kallaður Hamrahlíðarkórinn á meðan hinn kórinn er kallaður Kór Menntaskólans við Hamrahlíð.

Kórinn heldur reglulega tónleika og syngur einnig á Kleppsspítalanum og Borgarspítalanum. Fjölmörg tónskáld hafa samið eða útsett lög sérstaklega fyrir Hamrahlíðakórinn og má þar helst nefna Atla Heimi Sveinsson, Jón Nordal og Þorkel Sigurbjörnsson.

Kórinn hefur ferðast víða bæði hér heima og erlendis en hann hefur tekið þátt í ótal kórakeppnum og hátíðum í Evrópu, Asíu og Norður Ameríku.

Hljóðritanir[breyta | breyta frumkóða]

 • Ljós og hljómar (1978)
 • Öld hraðans (1982)
 • Haustmyndir (1985)
 • Kveðið í bjargi (1988)
 • Turtildúfan, jarðaberið og úlfaldalestin (1990)
 • Íslensk þjóðlög (1993)
 • Íslenskir jólasöngvar og Maríukvæði (1996)
 • Vorkvæði um Ísland (2002)
 • Mansöngur um Ólafs rímu Grænlendings (2003)
 • Þorkell (2008)
 • Jólasagan (2009)
 • Djúpsins ró (2013)

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • Heimir Pálsson. 1997. Syngjandi sendiherrar. Menntaskólinn við Hamrahlíð 30 ára. Menntaskólinn við Hamrahlíð, Reykjavík. 67-85.
 • „Þorgerður hættir með Hamrahlíðarkórinn“. RÚV. 2017.