Edna St. Vincent Millay
Útlit
Edna St. Vincent Millay (22. febrúar 1892 – 19. október 1950) var bandarískt ljóðskáld og leikskáld. Hún vakti snemma athygli fyrir ljóð sín og var annar handhafi Pulitzer-verðlaunanna. Eftir fyrri heimsstyrjöldina bjó hún í Greenwich Village þar sem hún varð þekkt fyrir bóhem líferni, tvíkynhneigð og fjölmörg ástarsambönd.
Ljóð hennar „Þeim vörum sem ég kyssti“ kom út í þýðingu Þorsteins Gylfasonar á geisladisknum Ef ég sofna ekki í nótt (2001) í flutningi Páls Óskars Hjálmtýssonar og Moniku Abendroth.