Fara í innihald

Tónlistarskólinn í Reykjavík

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Tónlistarskólinn í Reykjavík var íslenskur tónlistarskóli sem stofnaður var árið 1930, en var lengi elsti tónlistarskóli landsins sem enn starfaði. Skólinn hafði aðsetur í Skipholti í Reykjavík og bauð upp á tónlistarnám á miðstigi, framhaldsstigi og háskólastigi. Námi við skólann lauk með burtfararprófi í hljóðfæraleik, söng eða tónsmíðum.

Tónlistarskólinn starfrækti sinfóníuhljómsveit (Hljómsveit Tónlistarskólans í Reykjavík) sem var ætlað að þjálfa hljóðfæraleikara skólans.

Eftir rekstrarerfiðleika tók skólinn þátt í stofnun Menntaskóla í tónlist ásamt Tónlistarskóla FÍH árið 2017. Menntaskólinn hóf starfsemi í húsnæði skólans í Skipholti.