Stabat Mater

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Stabat Mater er kristinn sálmur frá 13. öld, saminn til dýrðar Maríu mey og endurspeglar raunir hennar við krossfestingu sonar hennar Jesú Krists. Höfundur sálmsins er ókunnur en talið er að hann hafi annað hvort verið fransiskumunkurinn Jacopone da Todi eða Innósentíus 3. páfi. Sálmurinn er á latínu og er heiti hans tekið úr fyrstu ljóðlínunni, Stabat Mater dolorosa sem útleggst Hin sorgmædda móðir stóð.

Fjölmörg vestræn tónskáld hafa samið tónverk við Stabat Mater. Þeirra á meðal eru Palestrina, Vivaldi, Domenico, Alessandro Scarlatti, Pergolesi, Joseph Haydn, Giuseppe Tartini, Gioachino Rossini, Antonín Dvořák, Verdi, Karol Szymanowski, Poulenc og Arvo Pärt.

Sálmurinn er til í þremur íslenskum þýðingum eftir Stefán Ólafsson í Vallanesi, Gísla Brynjúlfsson og Matthías Jochumsson.