Fara í innihald

Gjóska

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gjóska af grísku eyjunni Santorini

Gjóska (gríska og eldra heiti á íslensku: tefra) er samheiti um loftborin, föst gosefni, sem þeyst hafa upp úr eldgíg, storknað að hluta til eða fullu á fluginu og fallið til jarðar.

Gjóska skiptist eftir kornastærð í gjall, vikur og ösku. Hún er blöðrótt og létt í sér og getur flotið tímabundið á vatni (uns hún verður vatnsósa).

Jarðfræðingar nota gjósku í jarðvegslögum til að geta sér til um hegðun fyrri eldgosa.

Orðsifjar[breyta | breyta frumkóða]

Sigurður Þórarinsson bað Vilmund Jónsson landlækni að smíða íslenskt orð í stað gríska orðsins tefra sem samheiti yfir eldfjallaösku, vikur og gjall. Orðið kom fyrst út á prenti árið 1968 í tímaritinu Náttúrufræðingnum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Er til steinn sem flýtur?“. Vísindavefurinn.
  • „Gjóskurannsóknir“. Sótt 25. nóvember 2005.
  • „Orðabók Háskólans“. Sótt 25. nóvember 2005.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]