Heklugos árið 1766

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Heklgosið árið 1766 var kísílríkt blandgos. Engar heimildir eru til um gjóskufall utan Íslands. Gosið var það lengsta í Heklu á sögulegum tíma og var upphafsfasi gossins mjög sprengivirkur (plínískur), með mikill gjóskuframleiðslu fyrstu 5-6 klukkustundirnar. Gjóskan barst að mestu leyti í norður. Þrátt fyrir tjón af völdum gjóskufalls, varð það ekki eins mikið og í Heklugosinu árið 1693, þar sem að gjóskugeirinn lá austan við byggð svæði á sunnanverðu Íslandi. Mikil hraunframleiðsla var í gosinu (1,3 km3) og sú mesta í Heklu á sögulegum tíma. Aðeins í gosinu í Lakagígum árið 1783 var meiri hraunframleiðsla. Gosið stóð yfir, en fór dvínandi, frá lok ágúst 1767 og fram í mars 1768.

Eldgos í Heklu

110411581206122213001341138915101597163616931766184519471970198019912000

Heimild[breyta | breyta frumkóða]