Fara í innihald

Finnska karlalandsliðið í knattspyrnu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Finnska karlalandsliðið í knattspyrnu
Merki landsliðsins
GælunafnHuuhkajat
(Horn-uglurnar)[1]
ÍþróttasambandKnattspyrnusamban Finnlands
ÁlfusambandUEFA
ÞjálfariMarkku Kanerva
FyrirliðiLukas Hradecky
FIFA sæti
  Hæst
  Lægst
61 (4. apríl 2024)
33 (mars 2007)
125 (1962-63)
Heimabúningur
Útibúningur
Fyrsti landsleikur
2-5 gegn Svíþjóð (Helsinki, Finnlandi, 22.október, 1911)
Stærsti sigur
10-2 gegn Eistlandi (Helsinki,Finnlandi; 11.ágúst 1922)
Mesta tap
13-0 gegn Þýskalandi (Leipzig Þýskalandi 1.september 1940)
Besti árangur8.liða úrslit 1990
Evrópukeppni
Keppnir1 (fyrst árið 2020 eða 2021)
Finnska landsliðið í leik á móti Danmörku árið 1933.

Finnska karlalandsliðið í knattspyrnu leikur fyrir hönd Finnlands í alþjóða knattspyrnu og er stýrt af finnska knattspyrnusambandinu.

Liðið komst í fyrsta sinn á stórmót á EM 2021.

Finnska knattspyrnusambandið var stofnað árið 1907 og gekk í Alþjóðaknattspyrnusambandið ári síðar, en um þær mundir var Finnland enn hluti af Rússneska keisaradæminu. Fyrsti landsleikur Finna fór fram árið 1911 og sumarið 1912 var liðið meðal þátttakenda á Ólympíuleikunum í Stokkhólmi. Þar höfnuðu Finnar í fjórða sæti eftir að hafa slegið Ítali og Rússa úr leik. Það telst enn í dag besti árangur Finna í alþjóðakeppni.

Finnska borgarastyrjöldin leiddi til klofnings í finnsku íþróttahreyfingunni. Starfrækt voru tvö knattspyrnusambönd, annað borgaralegt sem tefldi fram hinu opinbera landsliði Finnlands en hitt var skipað kommúnistum og sendi lið á alþjóðamót verkamanna. Síðarnefnda sambandið hafi á að skipa mörgum öflugum leikmönnum, en undir lok þriðja áratugarins gekk stór hópur þeirra til liðs við borgaralega sambandið til að eiga kost á að keppa fyrir landsliðið. „Liðhlaupar“ þessir urðu hryggjarstykkið í finnska landsliðinu á fjórða áratugnum og voru í meirihluta í liðinu sem keppti á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 og féll úr leik í fyrstu umferð. Finnar tóku í fyrsta sinn þátt í forkeppni HM fyrir mótið 1938 en töpuðu öllum leikjum.

Finnar kepptu í knattspyrnukeppni Ólympíuleikanna 1952 sem gestgjafar en féllu út í fyrstu umferð. Liðið tók þátt í forkeppnum allra heimsmeistarakeppna og flestra Evrópumóta en endaði yfirleitt í neðsta sæti síns riðils. Um og eftir 1980 tóku úrslitin örlítið að skána. Finnar byrjuðu forkeppnina fyrir EM 1980 með miklum látum en fataðist flugið í lokaleikjunum og voru að lokum einu stigi frá því að komast áfram. Svipaða sögu má segja af forkeppni HM 1986. Sniðganga fjölda landa á ÓL 1980 þýddi að Finnland komst til Moskvu en mistókst að komast áfram úr riðlakeppninni.

Á tíunda áratugnum komu upp nokkrir afbragðsleikmenn í Finnlandi. Kunnastur þeirra var Jari Litmanen sem lék með hollenska liðinu Ajax. Richard Møller Nielsen sem gert hafði DaniEvrópumeisturum 1992 tók við stjórn finnska liðsins og freistaði þess árangurslaust að koma Finnum á stórmót og það sama gerðist undir stjórn Roy Hodgson.

Finnar þurftu sigur á útivelli í lokaleik gegn Portúgölum til að komast á EM 2008 en þurftu að sætta sig við markalaust jafntefli. Þau úrslit tryggðu Finnum þó 33. sætið á heimslista FIFA sem er besti árangur þeirra til þessa dags.

Teemu Pukki var í aðalhlutverki í forkeppni EM 2020 þar sem Finnar náðu loksins að tryggja sér sæti í úrslitakeppni. Þeir unnu fyrsta leik sinn á mótinu gegn Dönum þann 12. júní 2021.

Þekktir leikmenn

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Palkittu Bubi käväisi yllättäen palkitsemistilaisuudessa HS.fi – Kaupunki