Fílalag

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Fílalag
FilalagLogo.jpg
Merki Fílalags
Tegund Tónlist, spjall, grín
Kynnir Bergur Ebbi Benediktsson
Snorri Helgason
Land Fáni Íslands Ísland
Tungumál íslenska
Fjöldi þátta 117
Framleiðsla
Framleiðslufyrirtæki Alvarpið
Lengd þáttar 24-102 mínútur
Tenglar
Heimasíða

Fílalag er vikulegur hlaðvarpsþáttur sem hóf göngu sína á Alvarpinu í mars 2014. Þátturinn er í umsjón þeirra Bergs Ebba Benediktssonar og Snorra Helgasonar. Í hverjum þætti taka þeir fyrir eitt lag og fjalla um það í menningarlegu, samfélagslegu og sögulegu samhengi. Oftast er bara um eina ákveðna útgáfu af viðkomandi lagi að ræða en stundum er sama lagið spilað í fleiri útgáfum.[1] Að sama skapi eru Bergur og Snorri oftast einir að sjá um þáttinn en einstaka sinnum fá þeir gest til sín.[2] Fílalag er einn af fyrstu þáttunum sem hóf göngu sína á Alvarpinu.[3]

Fílalag kemur yfirleitt út á föstudögum og hefur komið út flesta föstudaga frá því þeir byrjuðu. Einstaka sinnum kemur þáttur á öðrum vikudegi.[4] 25. nóvember 2016 kom 100. þátturinn út.[5] Þættirnir eru 117, miðað við tölfræðina 4. apríl 2017.

Uppruni og bakgrunnur[breyta | breyta frumkóða]

Bergur Ebbi og Snorri hafa þekkst lengi, þeir voru m.a. saman í hljómsveitinni Sprengjuhöllinni.[6] Hlaðvarpssíðan Alvarpið hóf sína starfsemi 1. mars 2014. Bergur og Snorri voru með frá upphafi.[3] Fyrstu sex hlaðvarpsþættirnir sem fóru í gang á Alvarpinu voru:

Af þessum upphaflegu sex þáttum er Fílalag ennþá í gangi reglulega, Áhugavarpið kom út vikulega til að byrja með en óreglulega síðustu mánuði, Hefnendurnir hættu eftir þátt 100 en hófu aftur göngu sína í desember 2016 og hinir þrír þættirnir eru hættir.[7]

Uppbygging þáttarins[breyta | breyta frumkóða]

Lengd hvers þáttar er mismunandi, oftast þó á bilinu 30-90 mínútur. Í grófum dráttum má skipta þættinum upp í 3 hluta:

 1. Almennt spjall. Getur verið spjall um daginn og veginn, hvað Bergur og Snorri hafa verið að sýsla eða eitthvað sem er í gangi á Íslandi eða í heiminum. Þetta er fjölbreytt og mjög mislangt eftir þáttum, gengur þó mikið til út á létt spjall og grín í bland við samfélagsrýni.
 2. Greining á laginu. Þetta getur líka verið misjafnlega langt og farið um víðan völl en það sem þeir reyna þó alltaf að fanga er andrúmsloftið í kringum lagið. Þeir rýna í flytjendur, hvaðan bæði lagið og flytjendurnir koma og hvað var í gangi í samfélaginu á þeim tíma sem lagið var samið, tekið upp og gefið út. Stundum fær texti lagsins mikla athygli í þættinum en það er allur gangur á hversu djúpt þeir kafa ofan í hann.
 3. Hlustað á lagið. Oftast er lag þáttarins aðeins spilað einu sinni og þá í lok þáttarins. En frá því eru nokkrar undantekningar. Þeir hafa til dæmis spilað lagið snemma í þættinum eða í honum miðjum, stundum spila þeir fleira en eina útgáfu af laginu og tala á milli. Einstaka sinnum hafa þeir spilað sama lagið tvisvar í þætti. Í eitt skipti spiluðu þeir fyrst lag þáttarins og enduðu svo á lagi með Bubba Morthens sem fangaði svipaða stemningu.[8]

Bergur og Snorri leitast ekki við að passa upp á að allar staðreyndir sem komi fram í þættinum séu rétt. Þvert á móti þá setja þeir ákveðna fyrirvara og vilja helst ekki vera að nota Google eða sambærilegar leitarsíður heldur treysta á eigin þekkingu en þó mun frekar tilfinningu fyrir laginu. Þeir lesa sér þó oft til um lög og flytjendur fyrir upptökur og vísa gjarnan í að hafa skoðað Wikipediasíður viðkomandi lags til að afla sér upplýsinga.[9]

Fílalag er mest megnis í því að fíla popp- eða rokktónlist. Aðrar stefnur sem þátturinn hefur tekið fyrir eru m.a. þjóðlagatónlist, danstónlist, ballöður og hipp hopp. Mörg lög eru frá Íslandi en þar eru einnig mörg lög frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Einnig hafa þeir m.a. tekið lög frá Þýskalandi og Ungverjalandi.

Live þættir[breyta | breyta frumkóða]

Flestir þættirnir eru teknir þannig að Bergur og Snorri eru saman í upptökuhljóðveri eða þá þeir taka upp í sitt hvoru lagi á meðan þeir tala saman í gegnum Skype. Þeir hafa iðulega verið í sitt hvoru landinu og því þurft að taka upp í sitt hvoru lagi en taka síðan upp saman þegar þeir eru báðir á Íslandi.

Þeir hafa líka gert viðburð út úr því að taka upp fyrir framan áhorfendur. Til þessa hafa verið teknir upp tveir slíkir þættir fyrir framan fullan sal af áhorfendum:

Þættirnir[breyta | breyta frumkóða]

Til að byrja með var Alvarpið með sína eigin vefsíðu en í lok árs 2014 gekk það inn í samstarf við fréttasíðuna Nútímann.[12] Upphaflega voru þættirnir hýstir á SoundCloud en voru síðan færðir yfir á Mixcloud. Við þann flutning hurfu af netinu þeir þættir sem höfðu áður verið á SoundCloud. Stjórnendur Fílalags hafa þó verið að vinna í því að setja þessa horfnu þætti aftur inn á netið undir þeim formerkjum að verið sé að kíkja í gullkistu Alvarpsins.[8]

Fyrsti þátturinn kom út 1. mars 2014. Fyrsta lagið sem var fílað í þættinum var Racing in the Streets með Bruce Springsteen. Vegna flutninga á milli hýsingaraðila og samstarfssamnings Alvarpsins við Nútímann var dálítið á reiki hvað þættirnir voru orðnir margir en samkvæmt nýjustu tölum eru þeir orðnir 117. Af þeim eru 99 þættir á netinu en 18 eru ekki á netinu.

Gestir[breyta | breyta frumkóða]

Í nokkrum þáttum hafa þeir Bergur og Snorri fengið til sín gest til að ræða lag þáttarins. Eftirfarandi gestir hafa komið í þáttinn, í tímaröð:

Hugtök[breyta | breyta frumkóða]

Bergur og Snorri notast gjarnan við heimasmíðuð hugtök og slanguryrði þegar þeir fjalla um tónlistina í þættinum. Hér eru dæmi um slík hugtök.

Áratugirnir[breyta | breyta frumkóða]

Þegar kemur að því að tala um frá hvaða áratug lögin eru þá notast stjórnendur Fílalags ekki við raðtölur heldur tölunafnorð. Þetta kerfi segja þeir að komi frá Dr. Gunna og Jakobi Frímanni Magnússyni.[13] Í stað þess að tala um „áttunda áratuginn“ í merkingunni 1971-80 þá tala þeir um „sjöuna“ í merkingunni 1970-79. Þetta er leið til að íslenska ensku hefðina að tala um „the seventies“.

Mismunandi gerðir fílana[breyta | breyta frumkóða]

Að fíla lag, fílun á lagi, þetta eru hugtök sem eru beintengd enska orðinu „feel“ og gefur til kynna tilfinningaríkt samband. En í þættinum Fílalag er ekki bara talað um fílun, það er líka talað um mismunandi útgáfur af fílunum.

 • maukfílun - mikil fílun.
 • skransfílun - þegar stjórnendur byrja á að segja allt sem þeir þurfa að segja um lagið og enda svo á að spila lagið einu sinni, í lok þáttarins.
 • djúpfílun - þegar eitthvað er fílað á sérstaklega heimspekilegan hátt eða þegar tilfinningatengingin nær djúpt inn í sálina.

Líkt og um staðreyndirnar í þættinum þá þarf ekki að taka þessum skilgreiningum of fræðilega eða bókstaflega, þetta snýst meira um tilfinningu og samhengi þegar hugtökin eru notuð.

Drullan[breyta | breyta frumkóða]

„Drullan“ er áhersluorð sem þeir nota mikið. Þótt það hafi neikvæðan blæ á sér eitt og sér þá nota Bergur og Snorri það bæði í jákvæðri og neikvæðri merkingu, allt eftir samhenginu.

Tölfræði[breyta | breyta frumkóða]

Samantekt á mismunandi tölfræði úr Fílalagsþáttum.

Löndin[breyta | breyta frumkóða]

Lögin sem hafa verið tekin fyrir í þáttunum skiptast eftir löndum á þennan hátt:

Athugið að eitt lag getur tilheyrt tveim mismunandi löndum, dæmi um það er Layla sem telst í þessari tölfræði bæði vera bandarískt og breskt.

Þessi tölfræði miðast við stöðuna 13. janúar 2017, þegar komnir voru út 107 þættir. Í einhverjum þáttum eru samt fleiri en eitt lag.

Áratugirnir[breyta | breyta frumkóða]

Lögin sem hafa verið tekin fyrir í þáttunum skiptast eftir áratugum á þennan hátt:

 • Fimman - 2 lög
 • Sexan - 33 lög
 • Sjöan - 33 lög
 • Áttan - 22 lög
 • Nían - 22 lög
 • Núllið - 9 lög
 • Ásinn - 2 lög

Sjá: Fílalagsþættir - eftir áratugum

Útskýring á hugtökunum sem notuð eru um áratugina má finna í kaflanum Hugtök hér að ofan. Tölfræðin miðast við 13. janúar 2017, þegar 107 þættir voru komnir út. Þetta á við um öll lögin sem voru fíluð í þáttunum, stundum hafa fleiri en ein útgáfa af sama lagi verið fíluð í einum þætti. Allar útgáfurnar eru þá taldar með í þessari tölfræði.

Lengd þáttanna[breyta | breyta frumkóða]

Sjá: Fílalagsþættir eftir lengd

Þættirnir eru mismunandi að lengd, enda ekki bundnir af fyrirfram ákveðinni dagskrá eins og á t.d. við um útvarpsþætti.

Stysti þátturinn af þeim sem er á netinu er Þáttur 28: In the Court of the Crimson King, hann er 24 mínútur og 35 sekúndur.

Lengsti þátturinn af þeim sem er á netinu er Þáttur 100: „Þáttur 100“, hann er 1 klukkutími, 42 mínútur og 35 sekúndur.

Svona skiptast þættirnir sem eru á netinu niður eftir lengd:

 • Styttri en 30 mínútur: 2 þættir
 • 30-40 mínútur: 21 þáttur
 • 40-50 mínútur: 22 þættir
 • 50-60 mínútur: 17 þættir
 • 60-70 mínútur: 15 þættir
 • 70-80 mínútur: 13 þættir
 • 80-90 mínútur: 4 þættir
 • Lengri en 90 mínútur: 3 þættir

Þessi tölfræði miðast við 4. apríl 2017 þegar komnir eru út 117 þættir og 99 þeirra eru á netinu.

Samanlögð lengd þessara þátta er 89:44:32

Meðallengd þáttanna er 54:23

„Týndu“ þættirnir[breyta | breyta frumkóða]

Sjá: Týndu Fílalagsþættirnir

Til að byrja með voru hlaðvarpsþættir Alvarpsins vistaðir á vefsíðunni Soundcloud.com. Seint á árinu 2014 færði Alvarpið sig af Soundcloud yfir á vefsíðuna Mixcloud.com. Við það hurfu þættirnir sem höfðu áður komið út af netinu.

Einhverjir af þessum eldri þáttum hafa verið settir aftur inn á netið, undir þeim formerkjum að verið sé að kíkja í gullkistu Alvarpsins.[14]

Staðan eins og hún er 4. apríl 2017:

 • Heildarfjöldi þátta: 117
 • Þættir á netinu: 99
 • „Týndir“ þættir: 18

Viðtökur[breyta | breyta frumkóða]

Fílalag er meðal langlífustu og vinsælustu hlaðvarpsþátta á Íslandi.[15] Þeir eru umtalaðir og vinsælir á samfélagsmiðlum.[16] Dr. Gunni hefur m.a. sagt að Fílalag sé „[b]esta íslenska poddkastið[sic] í dag“.[17]

Bergur og Snorri hafa vakið sérstaka athygli fyrir að vera með góðar útvarpsraddir.[18]

Um Verslunarmannahelgina 2016 voru þeir fengnir til að koma í útvarpsviðtal á Rás 2 þar sem þeir fjölluðu um lagið Draumur um Nínu með svipuðum hætti og þeir hafa gert í Fílalag.[19]

Þann 8. nóvember 2016 voru tveir nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð með útvarpsþátt í skólaútvarpi MH sem var sérstaklega til heiðurs Fílalagi. Sá þáttur hét Fílalag Tribute Show og í honum var tekið fyrir lagið Tímarnir okkar með hljómsveitinni Sprengjuhöllinni.[20]

Fílahjörðin[breyta | breyta frumkóða]

Þátturinn vakti strax athygli meðal tónlistaráhugafólks og hefur safnað að sér aðdáendum æ síðan. Facebooksíða þáttarins hefur yfir 1.000 fylgjendur[21] og í febrúar 2016 var stofnaður hópur á Facebook sem heitir Fílahjörðin, sérstakur aðdáendaklúbbur þáttarins. Sá hópur telur nú rúmlega 290 manns.[22]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Til hvers að lifa? Nútíminn. Skoðað 6. nóvember 2016
 2. Fílalag - Glugginn. Nútíminn. Skoðað 6. nóvember 2016
 3. 3,0 3,1 3,2 Alvarpið í loftið í dag. Vísir.is. Skoðað 6. nóvember 2016
 4. Skyrta úr leðurlíki - Aukaþáttur vegna byltingarinnar. Nútíminn, þriðjudagurinn 5. apríl 2016. Skoðað 15. nóvember 2016
 5. Þáttur 100. Nútíminn, 25. nóvember 2016. Skoðað 25. nóvember 2016
 6. Endurkoma hinna almáttugu. Morgunblaðið, 3. nóvember 2008. Skoðað 6. nóvember 2016
 7. Alvarpið á Nútímanum. Skoðað 6. nóvember 2016
 8. 8,0 8,1 Tímalaus vindurinn. Nútíminn. Skoðað 6. nóvember 2016
 9. 9,0 9,1 Mest fílaða lag allra tíma. Nútíminn. Skoðað 6. nóvember 2016
 10. Sexí nördar. Nútíminn. Skoðað 6. nóvember 2016
 11. Lag sem fjallar um að fíla lag. Nútíminn, 31. mars 2017. Skoðað 4. apríl 2017.
 12. Nútíminn í samstarf við Alvarpið. Nútíminn. Skoðað 6. nóvember 2016
 13. Stærsta lag allra tíma. Nútíminn, 12. ágúst 2016. Skoðað 21. nóvember 2016
 14. Fyrir tíma Tinder. Nútíminn, 2. mars 2016. Skoðað 23. nóvember 2016
 15. Vinsælustu og langlífustu hlaðvarpsþættir landsins teknir upp á sviðinu á Húrra. Nútíminn. Skoðað 6. nóvember 2016
 16. #Fílalag á Twitter
 17. Fíla Atvik. Dr. Gunni, 1. nóvember 2016. Skoðað 6. nóvember 2016.
 18. „Með hina fullkomnu klassísku útvarpsrödd“. DV, 29. júlí 2014. Skoðað 6. nóvember 2016.
 19. Færsla á Facebooksíðu Fílalags þar sem fílunin á Rás 2 er auglýst
 20. Viðburður fyrir þáttinn á Facebook
 21. Fjöldi fylgjenda Fílalags á Facebook.
 22. Fílahjörðin á Facebook