Alvarpið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Alvarpið var hlaðvarpsveita á netinu sem fór fyrst í gang 1. mars 2014.[1][2] Til að byrja með var Alvarpið með eigin vef en í lok árs 2014 fór veitan í samstarf við vefmiðilinn Nútímann[3] og var hluti af honum þar til hún hætti árið 2017.[heimild vantar] Sumir þættirnir urðu hluti af hlaðvarpi Kjarnans og aðrir héldu áfram sjálfstætt á hlaðvarpsmiðlum eins og MixCloud, Soundcloud og iTunes.

Meðal aðstandenda Alvarpsins voru Ragnar Hansson, Ugla Egilsdóttir, Saga Garðarsdóttir, Snorri Helgason og Bergur Ebbi Benediktsson.

Hlaðvörp[breyta | breyta frumkóða]

Mikill fjöldi vinsælla hlaðvarpsþátta hófu göngu sína á Alvarpinu. Meðal þeirra eru:

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Alvarpið í loftið í dag. Frétt á Vísi.is frá 1. mars 2014. Skoðað 13. nóvember 2016
  2. „Svo lengi sem við erum ekki fávitar“. Frétt af Rúv.is frá 1. mars 2014. Skoðað 13. nóvember 2016
  3. Nútíminn í samstarf við Alvarpið Geymt 11 maí 2015 í Wayback Machine. Frétt af Nútímanum frá 30. desember 2014. Skoðað 13. nóvember 2016