Sprengjuhöllin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Sprengjuhöllin er íslensk hljómsveit sem að hefur verið starfandi frá því um haustið 2005. Meðlimir hennar eru Atli Bollason, söngur og gítar; Bergur Ebbi Benediktsson, hljómborð og söngur; Georg Kári Hilmarsson, bassi og söngur; Sigurður Tómas Guðmundsson, trommur og söngur; og Snorri Helgason, söngur og gítar. Hljómsveitin leikur gítardrifið popp og leggur mikið upp úr íslenskri textagerð.

Sprengjuhöllin spilaði á sínum fyrstu tónleikum í fullskipaðri mynd í mars/apríl 2006. Haustið 2006 tók sveitin upp nokkur demó. þ.á m. lagið „Can't dance“ sem fékk þó nokkra útvarpsspilun í kjölfar tónleika sveitarinnar á Grand Rokk á Iceland Airwaves hátiðinni í október. Undir lok ársins 2006 kom Sprengjuhöllin fram í Kastljósi og spilaði þar lagið „Tímarnir okkar“. Stuttu seinna fór sveitin í hljóðver og tók „Tímana okkar“ upp og naut það töluverðra vinsælda á óháðum útvarpsstöðvum á Íslandi, eins og á X-inu 977 og Xfm. Í lok apríl árið 2007 sendi Sprengjuhöllin frá sér lagið „Verum í sambandi“ sem varð fljótlega eitt mest spilaða lag landsins. Sprengjuhöllin tók upp sína fyrstu plötu í júlí og ágúst 2007. Platan hlaut nafnið Tímarnir okkar og kom út 10. október 2007. Rúmu ári síðar kom önnur plata sveitarinnar Bestu kveðjur út. Í millitíðinni samdi hljómsveitin og flutti tónlistina við uppsetningu Leikfélags Akureyrar á leikritinu Fló á skinni. Sveitin kom síðast fram á tónleikum í Kanada í október 2009 og er í „pásu“ skv. viðtölum við hljómsveitarmeðlimi.

Tímarnir okkar (2007)[breyta | breyta frumkóða]

 1. Keyrum yfir Ísland
 2. Síðasta bloggfærsla ljóshærða drengsins
 3. Frá gleymdu vori
 4. Glúmur
 5. Taktlaus
 6. Tímarnir okkar
 7. Þá hlupu hestar á skeið
 8. Nú er tíminn
 9. Verum í sambandi
 10. Hamingja
 11. Það kostar allan heiminn
 12. Flogin er finka

Fló á skinni (2008)[breyta | breyta frumkóða]

(Smáskífan er eingöngu fáanleg með vínylútgáfu Tímana okkar og inniheldur tónlist úr samnefndu leikriti auk lagsins „Hiti“ sem var fyrst sett í útvarpsspilun í mars 2007.)

 1. Fló á skinni
 2. Fló #1 (Inn við lónstilltan fjörð)
 3. Vi' erum í ska-bandi
 4. Fló #2 (Með kláða og sting)
 5. Fló #3 (Svona er þessi bær)
 6. Hiti

Bestu kveðjur (2008)[breyta | breyta frumkóða]

 1. Byrjum upp á nýtt (Bestu kveðjur)
 2. Vegurinn
 3. Kjartan, nr. 26
 4. Deus, Bóas og/eða kjarninn
 5. Þrír fyrir þrjú
 6. Sumar í Múla
 7. Reykjafjarðarmein
 8. Týnda mín
 9. Á Skólavörðuholti
 10. Með þér
 11. Með seríos í skálinni við smælum endalaust
 12. Draumur í „D“
 13. Villingarnir
 14. Konkordía
 15. Á meðan vatnið velgist

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]