Sprengjuhöllin
Sprengjuhöllin er íslensk hljómsveit sem að hefur verið starfandi frá því um haustið 2005. Meðlimir hennar eru Atli Bollason, hljómborð og söngur; Bergur Ebbi Benediktsson, söngur og gítar; Georg Kári Hilmarsson, bassi og söngur; Sigurður Tómas Guðmundsson, trommur og söngur; og Snorri Helgason, söngur og gítar. Hljómsveitin leikur gítardrifið popp og leggur mikið upp úr íslenskri textagerð.
Sprengjuhöllin spilaði á sínum fyrstu tónleikum í fullskipaðri mynd í mars/apríl 2006. Haustið 2006 tók sveitin upp nokkur demó. þ.á m. lagið „Can't dance“ sem fékk þó nokkra útvarpsspilun í kjölfar tónleika sveitarinnar á Grand Rokk á Iceland Airwaves hátiðinni í október. Undir lok ársins 2006 kom Sprengjuhöllin fram í Kastljósi og spilaði þar lagið „Tímarnir okkar“. Stuttu seinna fór sveitin í hljóðver og tók „Tímana okkar“ upp og naut það töluverðra vinsælda á óháðum útvarpsstöðvum á Íslandi, eins og á X-inu 977 og Xfm. Í lok apríl árið 2007 sendi Sprengjuhöllin frá sér lagið „Verum í sambandi“ sem varð fljótlega eitt mest spilaða lag landsins. Sprengjuhöllin tók upp sína fyrstu plötu í júlí og ágúst 2007. Platan hlaut nafnið Tímarnir okkar og kom út 10. október 2007. Rúmu ári síðar kom önnur plata sveitarinnar Bestu kveðjur út. Í millitíðinni samdi hljómsveitin og flutti tónlistina við uppsetningu Leikfélags Akureyrar á leikritinu Fló á skinni. Sveitin kom síðast fram á tónleikum í Kanada í október 2009 og er í „pásu“ skv. viðtölum við hljómsveitarmeðlimi.
Tímarnir okkar (2007)
[breyta | breyta frumkóða]- Keyrum yfir Ísland
- Síðasta bloggfærsla ljóshærða drengsins
- Frá gleymdu vori
- Glúmur
- Taktlaus
- Tímarnir okkar
- Þá hlupu hestar á skeið
- Nú er tíminn
- Verum í sambandi
- Hamingja
- Það kostar allan heiminn
- Flogin er finka
Fló á skinni (2008)
[breyta | breyta frumkóða](Smáskífan er eingöngu fáanleg með vínylútgáfu Tímana okkar og inniheldur tónlist úr samnefndu leikriti auk lagsins „Hiti“ sem var fyrst sett í útvarpsspilun í mars 2007.)
- Fló á skinni
- Fló #1 (Inn við lónstilltan fjörð)
- Vi' erum í ska-bandi
- Fló #2 (Með kláða og sting)
- Fló #3 (Svona er þessi bær)
- Hiti
Bestu kveðjur (2008)
[breyta | breyta frumkóða]- Byrjum upp á nýtt (Bestu kveðjur)
- Vegurinn
- Kjartan, nr. 26
- Deus, Bóas og/eða kjarninn
- Þrír fyrir þrjú
- Sumar í Múla
- Reykjafjarðarmein
- Týnda mín
- Á Skólavörðuholti
- Með þér
- Með seríos í skálinni við smælum endalaust
- Draumur í „D“
- Villingarnir
- Konkordía
- Á meðan vatnið velgist
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Umfjöllun á vefsíðu Airwaves Geymt 2 nóvember 2007 í Wayback Machine
- Umfjöllun á tónlist.is
- Video: Sprengjuhöllin performs Verum i Sambandi[óvirkur tengill] for the swedish site PSL