Snorri Helgason

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Snorri Helgason (1. júní 1984) er íslenskur tónlistarmaður. Hann var í hljómsveitinni Sprengjuhöllinni þar sem hann söng og spilaði á gítar auk þess að semja bæði lög og texta fyrir sveitina. Hann hóf líka sólóferil og hefur gefið út fjórar plötur auk þess að spila á fjölmörgum tónleikum bæði á Íslandi og erlendis. Hann er einn af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins Fílalags.