Miley Cyrus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Miley Cyrus
Cyrus árið 2019
Fæðing
Destiny Hope Cyrus

23. nóvember 1992 (1992-11-23) (31 árs)
Önnur nöfn
  • Hannah Montana
  • Ashley O
Störf
  • Söngvari
  • lagahöfundur
  • leikari
Ár 2001–í dag
MakiLiam Hemsworth (g. 2018; sk. 2020)
ForeldrarBilly Ray Cyrus
Tish Cyrus
Tónlistarferill
Stefnur
HljóðfæriRödd
Útgefandi
Vefsíðamileycyrus.com

Miley Ray Cyrus (f. 23. nóvember 1992 sem Destiny Hope Cyrus) er bandarísk leik- og poppsöngkona. Hún varð fræg fyrir hlutverk sitt sem Hannah Montana/Miley Stewart í Disney þættinum Hannah Montana, sem byrjaði árið 2006. Faðir Cyrus er kántrísöngvarinn Billy Ray Cyrus sem leikur einnig föður hennar í þáttunum. Cyrus tók upp lög fyrir þættina Hannah Montana sem hjálpaði henni að verða fræg. Árið 2007 skrifaði hún undir samning við Hollywood Records um að hefja sólóferil. Hún hóf Best of Both Worlds túrinn sama ár en tónleikarnir urðu að mjög vinsælli tónleikamynd sem bar nafnið Hannah Montana & Miley Cyrus: Best of Both Worlds (2008). Cyrus gaf út fyrstu sólóplötuna sína, Breakout árið 2008 sem varð vinsæl um allan heim.

Cyrus byrjaði að reyna fyrir sér í kvikmyndum með því að leika rödd Penny í teiknimyndinni Bolt (2008) og með því að endurtaka hlutverk sitt sem Miley í Hannah Montana: Kvikmyndin (2009). Titillag Bolts, „I Thought I Lost You“ („Ég hélt ég hefði týnt þér“) gaf henni tilnefningu til Golden Globe verðlaunanna fyrir besta frumsamda lagið. Hún byrjaði að móta fullorðinsímynd sína árið 2009 í The Time of Our Lives (2009) og í kvikmyndinni Last Song (2010).

Æviferill[breyta | breyta frumkóða]

Æska[breyta | breyta frumkóða]

Miley Ray Cyrus fæddist í Nashville í Tennessee og er dóttir Leticiu „Tish“ (áður Finley) og kántrí-söngvarans Billys Rays Cyrus. Upphaflega var hún skírð Destiny Hope Cyrus vegna þess að foreldrar hennar trúðu því að hún myndi gera frábæra hluti í lífinu. Þau gáfu henni gælunafnið „Smiley“, sem seinna var stytt í „Miley“ vegna þess að hún brosti svo mikið þegar hún var barn. Miley er með vægan hjartagalla sem veldur óreglulegum hjartslætti sem, er þó ekki hættulegur, veldur oft óþægindum.

Gegnt vilja plötufyrirtækis föður hennar, giftust foreldrar Miley mánuði eftir að hún fæddist, þann 28. desember 1992. Hjónabandið gaf Miley þrjú hálfsystkini: Trace og Brandi, börn Tish úr fyrra sambandi, og Christopher Cody, son Billy Rays úr fyrra sambandi. Billy Ray ættleiddi Trace og Brandi þegar þau voru smábörn og studdi Cody fjárhagslega, sem fæddist líka árið 1992 og ólst upp með móður sinni í Suður-Karólínu. Parið eignaðist seinna tvö yngri systkini Miley, Braison og Noah. Guðmóðir Miley er söngkonan Dolly Parton. Cyrus var mjög náin föðurafa sínum, Ronald Ray Cyrus. Cyrus hefur vottað afa sínum virðingu sína nokkrum sinnum síðan hann dó árið 2006, meðal annars að hún breytti millinafninu sínu í „Ray“. Samkvæmt föður hennar halda margir að hún hafi breytt nafninu sín vegna en að það sé ekki satt. Hún hafi gert það í minningu föður hans vegna þess að þau elskuðu hvort annað svo mikið.

Cyrus ólst upp á 500 hektara landi í Franklin í Tennessee í um það bil klukkutíma fjarlægð frá Nashville og gekk í Hertage grunnskólann. Hún var alin upp í kristindómi og var skírð í Suður-Baptistakirkjunni áður en hún flutti til Hollywood árið 2005. Hún fór reglulega í kirkju þegar hún ólst upp og gekk með skírlífishring.

2001-2005: Ferillinn byrjar[breyta | breyta frumkóða]

Árið 2001, þegar Miley var átta ára, flutti hún ásamt fjölskyldunni sinni til Toronto í Kanada á meðan faðir hennar var við tökur á sjónvarpsþáttaröðinni Doc. Cyrus sagði að það að horfa á föður sinn leika hafi hvatt hana til að leggja leiklistina fyrir sig. Eftir að Billy Ray fór með hana á sýningu af Mamma Mia! í leikhúsi konunglegrar Alexöndru, greip Miley í handlegginn á honum og sagði: „Þetta er það sem mig langar að gera, pabbi. Mig langar að verða leikkona“. Hún byrjaði í söng- og leiktímum í Armstrong leiklistarskólanum í Toronto. Fyrsta hlutverkið hennar var stelpa að nafni Kylie í Doc. Árið 2003 var Cyrus titluð undir fæðingarnafninu sínu sem „Ung Ruthie“ í kvikmynd Tim Burton, Big Fish.

Cyrus komst að leikprufunni fyrir Hönnuh Montana, nýjan þátt á Disney-stöðinni, þegar hún var 11 ára, í gegnum umboðsmann í Nashville. Þátturinn átti að snúast um skóalstelpu sem lifir tvöföldu lífi sem unglings-poppstjarna sem heitir Hannah Montana. Miley sendi inn myndband til að komast í áheyrnaprufu fyrir bestu vinkonuna en fékk símtal um að koma til að lesa aðalhlutverkið. Eftir að haf sent inn nýtt myndband og flogið til Hollywood fyrir fleiri prufur, var Miley sagt að hún væri og lítil fyrir hlutverkið. En staðfesta hennar og sönghæfileiki hennar til viðbótar við leikinn varð til þess að hún fékk tilboð um fleiri áheyrnaprufur. Cyrus fékk að lokum hlutverk aðalpersónunnar sem nefnd var „Miley Stewart“ eftir henni, þegar hún var 12 ára.

2006–2007: Hannah Montana og Meet Miley Cyrus[breyta | breyta frumkóða]

Hannah Montana varð strax vinsæl og gerði Cyrus og unglings-fyrirmynd, samkvæmt The Daily Telegraph. Þættirnir fóru í loftið þann 26. mars 2006 og varð fljótlega einn vinsælasti þátturinn í sögu Disney-stöðvarinnar sem gerði Miley fræga og ríka fyrir vikið. Tímaritið Time segir að ótrúlegur árangur Cyrus sé að hluta vegna hæfileika hennar og að hluta vegna þess að „Disney vissi hvernig átti að nota efniviðinn og mikil margmiðlunaráhrif sín“ og markaðsetja Cyrus og Hönnuh Montana veglega. Cyrus varð að lokum fyrsta manneskjan sem hafði samninga í sjónvarpi, kvikmynd, neytendavörum og tónlist innan Walt Disney fyrirtækisins.

Cyrus á tónleikum með Jonas Brothers

Fyrsta smáskífa Cyrus var „The Best of Both Worlds“, opnunarlag Hönnuh Montana og kom hún út 28. mars 2006. Titill lagsins er "Hannah Montana" en það er jafnframt nafn poppstjörnunnar sem Miley leikur í samnefndum þáttum. Þar sem hún átti önnur lög titluð undir nafni Montana, klæddi Miley sig upp sem persónan þegar hún var að syngja lögin á tónleikum. Fyrsta lag Miley undir hennar eigin nafni var endurútgáfa lags James Basketts, Zip-a-Dee-Doo-Dah, sem kom út 4. apríl 2006 á fjórðu plötu DisneyMania. Sem Hannah Montana, var Miley tuttugu sinnum opnunartatriði The Ceetah Girls í september 2006. Þann 24. október sama ár kom út fyrsti Hannah Montana diskurinn. Af þeim níu lögum sem voru á disknum voru átta sungin undir nafninu Hannah Montana en eitt, sem var dúett, var sungið af Miley „sjálfri“ og föðu hennar. Platan fór í fyrsta sæti á Billboard 200 listanum. Önnur þáttaröðin af Hönnuh Montana fór í gang 23. apríl 2007 og kláraðist 12. október 2008. Cyrus skrifaði undir fjögurra platna samning við Hollywood Records sem er að hluta til í eigu Disney og þann 26. júní 2007 kom út tvöfaldur diskur. Fyrsti diskurinn innihélt lögin úr annarri þáttaröð Hönnuh Montana en á hin sem hét Meet Miley Cyrus, var fyrsta plata Cyrus undir hennar eigin nafni. Tvöfalda platan náði fyrsta sæti á Billboard 200 og náði þrefaldri platínumsölu . Meet Miley Cyrus innihélt meðal annars „See You Again“, fyrstu smáskífu Miley undir hennar eigin nafni og fyrsta smellinn hennar á Billboard Top 100 listanum. Haustið 2007 lagði hún af stað í fyrstu tónleikaferðina, The Best of Both Worlds-túrinn, til að kynna Meet Miley Cyrus og lögin úr Hannah Montana. Jonas Brothers, Aly & AJ og Everlife voru upphitunaratriðin hennar og túraði hún frá 17. október 2007 til 31. janúar 2008 og stoppaði bæði í Bandaríkjunum og Kanada. Miðarnir seldust upp á örfáum mínútum og fór verðið upp í allt að 2.500 dollara og að meðaltali 214 dollara en í miðasölunni kostuðu þeir 26-65 dollara. Æðinu var líkt við Bítlana og Elvis Presley.

Í árslok 2007 hætti Miley með kærasta sínum til tveggja ára, Nick Jonas í Jonas Brothers. Cyrus sagði í samtali við tímaritið Seventeen að hún og Jonas hefðu verið saman í tvo ár og væru „ástfangin“ en „rifust mikið“ í lokin. Eftir sambandsslitin sagði Cyrus að hún hefði barist á móti öllu sem Nick vildi að hún væri og hún hefði viljað vera hún sjálf og komast að því hver hún væri í raun.

2008: Myndadeilur og Breakout[breyta | breyta frumkóða]

Eftir að The Best of Both Worlds túrnum lauk í janúar 2008 gaf Walt Disney út DVD disk með tónleikunum undir titlinum Hannah Montana & Miley Cyrus: Best of Both Worlds. Myndefni disksins er í þrívídd og hann kom út á Íslandi 19. mars 2008. Diskurinn halaði inn 29 milljónum dollara. Lögin voru gefin út á breiðskífu af plötufyrirtæki Walt Disney/Hollywood Records 11. mars 2008 og náði þriðja sæti á Billboard 200 vinsældarlistanum. Í febrúar sama árs opnuðu Miley of vinkona hennar, Mandy Jioux, aðgang á YouTube og byrjuðu að setja inn myndbönd sem þær kölluðu Miley og Mandy þátturinn. Þátturinn sló í gegn á YouTube og var tekinn upp í gríni af Cyrus og Jiroux og er algjörlega þeirra verk. Cyrus sendi inn beiðni um að fá nafninu sínu breytt í „Miley Ray Cyrus“ þann 18. mars 2008. Breytingin varð opinber 1. maí 2008.

Í apríl 2008, var nokkrum djörfum myndum af Cyrus á nærfötunum og í sundfötum, lekið á netið af ungling sem hakkaði sig inn á Google-póstinn hennar Miley. Cyrus lýsti myndunum sem „kjánalegum, óviðunandi skotum“ og sagði „Ég á eftir að gera mistök og ég er ekki fullkomin. Ég vildi aldrei að þetta myndi gerast og ég biðst innilegrar fyrirgefningar ef ég hef brugðist einhverjum“. Þann 25. apríl 2008 sagði þátturinn Entertainment Tonight að Miley hefði verið ber að ofan í myndatöku hjá ljósmyndaranum Annie Leibovitz fyrir Vanity Fair þegar hún var 15 ára. 29. apríl 2008 leiðrétti The New York Times sögusögnina með orðunum að Miley hafi í raun og veru verið vafin inn í lak. Sumir foreldar urðu mjög reiðir yfir myndunum og sagði talsmaður Disney að þetta hafi verið aðstæður þar sem 15 ára unglingur var notaður til að selja fleiri blöð. Gary Marsh, formaður skemmtinefndar hjá Disney Channel Worldwide sagði að það fyrir Miley að vera „góð stelpa“ væri viðskiptaákvörðun sem hún þyrfti að taka. Foreldrar væru búnir að fjárfesta í góðsemi hennar. Ef hún bryti það traust, myndi hún ekki fá það aftur. Stuttu síðar sendi Miley frá sér hjartnæma afsökunarbeiðni og ljósmyndarinn Annie Leibovitz sagði "mér þykir leitt að myndin af Miley hafi verið mitúlkuð".[1]

22. júlí 2008, gaf Cyrus út aðra stúdíóplötuna sína undir sínu eigin nafni og hét hún Breakout. Cyrus sagði að Breakout væri innblásin af lífsreynslu Miley síðasta árið. Hún samdi átta af tólf lögum ásamt öðrum. Platan náði fyrsta sæti á Billboard 200 listanum og aðalsmáskífan, „7 Things“ náði 9. sæti á Billboard Hot 100. Hún var kynnir á CMT Music Awards ásamt föður sínum í apríl og var eini kynnirinn á Teen Chocie Awards í ágúst. Cyrus talaði fyrir Penny í teiknimyndinni Bolt sem kom út 21. nóvember 2008 og fékk mikið lof gagnrýnenda. Hún skrifaði ásamt öðrum og söng dúett með John Travolta fyrir myndina, lagið „I Thought I Lost You“ og fyrir vikið fékk hún tilnefningu til Golden Globe. Í september 2009 tók hún þátt í gerð góðgerðar-smáskífunnar „Just Stand Up!“ til styrktar krabbameini og herferðinni „Stand up to Cancer“. Hún tók einnig þátt í Disney's Friends for Change en fyrir það samdi hún lagið „Send It On“ ásamt öðrum Disney Channel-stjörnum.

Miley hélt upp á 16 ára afmælið sitt í Disneylandi með góðgerðarsöfnun fyrir Youth Service America. Hún safnaði alls um 25 milljónum dollara það árið, en hún safnaði 18 milljónum árið 2007 og varð í 35. sæti á lista Forbes, „Celebrity 100“. Tímaritið Parde sagði að hún væri ríkasta unglingsstjarnan og hún hefði fengið einn milljarð bandaríkjadala í laun eftir árið. Meiri athygli fjölmiðla fylgdu í kjölfar aukinna vinsælda. Tímaritið Time setti hana á lista sinn yfir 100 áhrifamesta fólk í heimi.

2009: Breytingar og byrjun leikferils[breyta | breyta frumkóða]

Miley hafði nú þegar byrjað að breyta ímynd sinni í fullorðnari einstakling seinni hluta ársins 2008, þegar fulltrúar hennar höfðu samið við rithöfundinn Nicholas Sparks um að skrifa handrit fyrir kvikmynd sem átti að verða farartæki Cyrus upp á stjörnuhimininn til að kynna hana fyrir eldri áhorfendum en þeim sem hún hafði öðlast í gegnum Hönnuh Montana. Sparks og Jeff Van Wie skrifuðu síðan handritið að The Last Song. Það var mikilvægt fyrir Miley að hún myndi ekki vera í leikaraliðinu sem söngvari: „Ég vildi ekki vera söngvari í enn einni myndinni. Ég vil ekki gera það lengur. Þú hefur enga hugmynd um hvað ég hef fengið mörg söngleikjatilboð. Ég vil gera eitthvað aðeins alvarlegra.“ Í mars 2009 gaf Cyrus út Miles to Go, ævisögu sem var einnig skrifuð af Hilary Liftin sem fjallaði um líf hennar þangað til hún varð sextán ára. Cyrus lék Miley Stewart/Hönnuh Montana í Hannah Montana: Kvikmyndin sem kom út 10. apríl 2009. Bæði kvikmyndin og diskurinn með lögunum úr myndinni, sem voru tólf og sungin af Cyrus, urðu mjög vinsæl. Aðalsmáskífa plötunnar, „The Climb“, náði inn á Topp 40 lista í 12 löndum og kynnti Cyrus fyrir hlustendum fyrir utan hennar venjulega hlustunarhóp. Miley hafði hugsað sér að enda Hönnuh Montana eftir þriðju þáttaröðina sem kláraðist 5. júní 2009 en Disney hélt áfram að ræða möguleika um fjórðu þáttaröðina.

Miley flytur lagið „Start all over” á tónleikaferðalaginu „Wonder World”

Í maí 2008 færði Gossett, umboðsmaður Miley til langs tíma, sig frá Cunningham Escott Slevin Doherty skrifstofunni yfir til United Talent Agency (UTA), að hluta til með þær væntingar að geta gert feril Cyrus enn stærri ef hann hefði stærra bakland. Um ári seinna, í júní 2009, hætti Cyrus bæði hjá Gossett og UTA, sem hafði nýlega samið um The Last Song og fjórðu þáttaröðina af Hannah Montana, og gekk til liðs við Creative Artists Agency, sem hafði áður verið fulltrúar hennar í tónlist. Nikki Finke, sem sagði frá fréttunum, sagði: „Er þetta sanngjarnt gagnvart UTA? Auðvitað ekki. En ég hef heyrt að þetta er ákvörðun sem móðir Miley, Trish, tók“. Í einkalífinu endaði Miley níu mánaða samband sitt við Justin Gaston í júní, stuttu áður en hún átti að fljúga til Georgíu til að taka upp The Last Song. Á meðan tökum á myndinni stóð byrjaði hún ástarsamband við meðleikara sinn í The Last Song, Ástralann Liam Hemsworth. Hún kallaði hann síðar „fyrsta alvöru kærastann sinn“.

Framleiðsla á The Last Song stóð frá 15. júní 2009 til 18. ágúst 2009. Í millitíðinni gaf Cyrus út þriðju Hannah Montana-plötuna og gaf út eina smáskífu, „Party in the USA“. Smáskífan náði 2. sæti á Billboart Hot 100 listanum sem er besti árangur hennar hingað til.

Flutningur Cyrus á „Party in the USA“ á Teen Choice Awards þetta ár varð til þess að hún fékk mikla umfjöllun í fjölmiðlum, þar sem sumir áhorfendur gagnrýndu ögrandi fatnað hennar og vísanir í súludans væru óviðeigandi fyrir stúlku á hennar aldri, þá sextán ára, og fyrir unga aðdáendur hennar. Cyrus var einnig gagnrýnd fyrir það að eiga í ástarsambandi við Gaston sem er fimm árum eldri en hún og fyrir mynd af henni og vinum hennar þar sem þau væru að teygja á sér augun, sem samtök kínverskra Bandaríkjamanna sögðu að væri óvirðing við Asíubúa. Cyrus baðst afsökunar á myndinni og eyddi henni af heimasíðu sinni, varði gjörðir sínar og sagði, „Ég var ekki á neinn hátt að gera grín að neinu þjóðerni!“. Þann 8. október 2009 eyddi Miley Twitter-síðunni sinni og sagðist vilja meira næði. Hún sagði einnig við tímaritið Parede, „Ég eyddi Twitter-aðgangnum mínum vegna þess að ég sagði þar að ég tryði á giftingu samkynhneigðra vegna þess að allir hafa rétt á því að elska hver annan og ég fékk mikið að haturs-póstum sem sögðu að ég væri slæm manneskja.“ Miley var mjög vinsæl á þessari síðu: um 2 milljónir manna skoðuðu síðuna hennar á hverjum degi. Frá 14. september 2009 til 29. desember 2009 var Miley á tónleikaferðalaginu Wonder World til að kynna nýjustu plötuna sína, Breakout og Time of Our Lives. 7. desember 2009 söng Cyrus fyrir Elísabetu II Englandsdrottningu og aðra meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar í Blackpool í Norð-Vestur Englandi. Við lok ársins 2009 setti Billboard tímaritið hana í fjórða sæti yfir tekjuhæstu söngkonurnar og fimmta tekjuhæsta söngvarann yfir allt. Forbes setti hana í 29. sæti á Celebrity 100 listanum sínum og sagði að hún hefði þénað 25 milljónir Bandaríkjadollara það árið.

2010 og framtíðin: Can't Be Tamed og kvikmyndaferill[breyta | breyta frumkóða]

Framleiðsla fjórðu og síðustu þáttaraðar Hönnuh Montana byrjaði þann 18. janúar 2010. Eftir jarðskálftann á Haítí 2010, söng Cyrus á góðgerðar-smáskífunum "We Are the World: 25 for Haiti" og "Everybody Hurts". Áætlað er að þriðja stúdíóplatan hennar, Can't Be Tamed, komi út 22. júní 2010. Fyrsta smáskífa plötunnar er titillag hennar, "Can't Be Tamed" en hún kom út 18. maí 2010 og fór í 8. sæti Billboard Hot 100 listans. Tónlistarmyndbandið, þar sem Cyrus var klædd í þröng leðurföt og dansaði ögrandi dansa, fékk dóma á borð við "frábært, geðveikt, flott" og "vá, allt of mikið fyrir einhvern á hennar aldri (17)", samkvæmt tímaritinu People. Miley hefur ákveðið að taka sér frí frá tónlistarbransanum eftir útgáfu plötunnar til að einbeita sér að kvikmyndaferlinum. Hún sagði, "Ég hef ekki tekið leiklistartíma eða neitt svoleiðis en það þýðir ekki að ég þurfi þess ekki því ég er viss um að ég þurfi þess [...] Ég mun örugglega fá mér leiklistarþjálfara." Cyrus hefur einnig ákveðið að hætta í háskóla af sömu ástæðu og sagði "Ég trúi heitt á það að þú getir farið aftur hvað sem þú ert gamall, vegna þess að amma mín fór aftur í háskóla þegar hún var 62 ára [...] Núna langar mig bara að einbeita mér að ferlinum. Ég hef unnið hart að því að komast þangað sem ég er og ég vil njóta þess á meðan það varir."

Cyrus fékk ekki slæma dóma fyrir The Last Song sem kom út 31. mars 2010. Kvikmyndagagnrýnendur sögðu að Cyrus hefði góða framkmou en hana skorti tilfinningasvið. Þrátt fyrir það gekk myndinni vel. Cyrus hefur á dagskránni tvær aðrar myndir, Wings og LOL (Laughing Out Loud). Í LOL, sem er endurgerð af franskri gamanmynd, leikur Miley "dóttur sem er með öllum vitlausu krökkunum, er í eiturlyfjum, fellur í skólanum en móðir hennar sér hana sem fullkomna" og segir Miley að hún hafi orðið ástfangin af sögunni. Wings er byggð á fyrstu skáldsögunni í fjögurra bóka röð sem skrifuð er af Aprilynne Pike og mun Miley leika Laure, fimmtán ára stelpu sem uppgötvar að hún er álfur.

Útgefið efni[breyta | breyta frumkóða]

Breiðskífur[breyta | breyta frumkóða]

  • Meet Miley Cyrus (2007)
  • Breakout (2008)
  • Can't Be Tamed (2010)
  • Bangerz (2013)
  • Miley Cyrus & Her Dead Petz (2015)
  • Younger Now (2017)
  • Plastic Hearts (2020)
  • Endless Summer Vacation (2023)

Kvikmyndir og sjónvarp[breyta | breyta frumkóða]

  • Big Fish (2003)
  • Hannah Montana & Miley Cyrus: Best of Both Worlds Concert (2008)
  • Bolt (2008)
  • Hannah Montana: The Movie (2009)
  • The Last Song (2010)
  • LOL (2012)
  • So Undercover (2012)
  • Miley: The Movement (2013)
  • The Night Before (2015)
  • A Very Murray Christmas (2015)
  • Crisis in Six Scenes (2016)
  • Guardians of the Galaxy Vol. 2 (2017)
  • Stand By You (2021)

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]