Thomas Malthus
Jump to navigation
Jump to search
Thomas Robert Malthus (13. febrúar 1766 – 23. desember 1834) var enskur prestur, hagfræðingur og félagsfræðingur. Á sviði hagfræðinnar setti Malthus fram hugtaktið renta. Malthus setti fram nýstárlegar kenningar á sviði lýðfræði. Einna þekktust er kenning hans um að fæðuframboð ykist eftir jafnmunaröð (með samlagningu) en að mannfólk fjölgaði sér eftir jafnhlutfallaröð (veldisvexti). Þessi ályktun hans leiddi svo að annarri ályktun, sem nefnd hefur verið Gildra Malthusar, þess efnis að tekjur fólks hafi lítið batnað fram að Iðnbyltingunni vegna þess að allar tæknilegar og félagslegar framfarir hafi ávallt orðið til aukinnar fólksfjölgunar frekar en batnandi lífsgæða.
Tenglar[breyta | breyta frumkóða]
- Vísindavefurinn: „Hver var Thomas Malthus og fyrir hvað er hann helst þekktur?“
- Vísindavefurinn: „Hvaða áhrif hafði Thomas Malthus á hagfræðina?“
- Faðir hinna döpru vísinda, Viðskiptablað Morgunblaðsins 15. júní 2006