Thomas Malthus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Thomas Malthus

Thomas Robert Malthus (13. febrúar 176623. desember 1834) var enskur prestur, hagfræðingur og félagsfræðingur. Malthus er þekktastur fyrir hugmyndir sínar um mannfjöldaþróun og lýðfræði.

Þekktasta rit Malthusar er Ritgerð um lögmál sem stýra mannfjölda (e. Essay on the Principle of Population) sem út kom árið 1798. Þar heldur hann því fram að fæðuframboð ykist eftir línulegum vexti en að mannfjöldi ykist eftir veldisvexti. Þessi ályktun hans leiddi svo að annarri ályktun, sem nefnd hefur verið Gildra Malthusar, þess efnis að tekjur fólks hafi lítið batnað fram að Iðnbyltingunni vegna þess að allar tæknilegar og félagslegar framfarir hafi ávallt orðið til aukinnar fólksfjölgunar frekar en batnandi lífsgæða.

Ritgerð Malthusar var skrifuð sem svar við kenningum útópíska sósíalistans William Godwin.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.