Fara í innihald

Bessarabía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kort af Bessarabíu frá 1927.

Bessarabía er sögulegt hérað í Austur-Evrópu, á milli ánna Dnjestr í austri og Prut í vestri. Um tveir þriðju hlutar þessa héraðs eru nú innan landamæra Moldóvu, en þriðjungur er í úkraínsku héruðunum Búdjak og Tsjernívtsífylki.

Bessarabía var búin til þegar austurhluti furstadæmisins Moldavíu, sem þá var skattland Tyrkjaveldis, gekk til Rússlands eftir sigur þess í stríði Rússlands og Tyrklands 1812. Nafnið Bessarabía hafði áður verið notað yfir slétturnar á milli Dnjester og Dónár. Eftir Krímstríðið 1856 gekk suðurhluti Bessarabíu aftur til Moldavíu, en Rússar náðu aftur yfirráðum yfir öllu héraðinu 1878 þegar Rúmenía neyddist til að skipta á þeim og Dobrúdja.

Þegar Bessarabía varð formlega hluti af Sovétríkjunum 1940 varð miðhlutinn að sovétlýðveldinu Moldavíu, en norður- og suðurhlutinn, þar sem slavneskumælandi íbúar voru í meirihluta, urðu hlutar af sovétlýðveldinu Úkraínu. Miðhlutinn varð síðan sjálfstæða ríkið Moldóva árið 1991.