Fallbyssa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Fallbyssur í Kristiansand, Noregi

Fallbyssa (fallstykki, stykki eða kanóna) er mjög stór byssa, oftast á fæti, og notast við þung skot. Í upphafi voru fallbyssur oftast steyptar í heilu lagi, en seinna voru þær lóðaðar saman úr minni einingum. Elstu fallbyssur eru frá 12 - 13. öld, en finna má lýsingar á fallbyssum frá 3. öld f.Kr. Það voru frumstæðar fallbyssur og voru ekki knúnar með byssupúðri. Nútíma fallbyssur er stundum nefndar stórskotabyssur.

Klumba var orð sem haft var um fallbyssu með vissu lagi og skrúfbyssur eru tegund af litlum fallbyssum sem eru gerðar í tvennu lagi, og voru skrúfaðar saman þegar notast þurfti við þær. Byssur þessar voru notaðar í fjallahernaði þar sem erfitt gat verið að athafna sig með venjulegar fallbyssur. Fallbyssur sem dregnar voru áfram á hjólakerrum voru nefndar kerrubyssur.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur sem ekki hefur verið settur í undirflokk. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina, eða með því að flokka hana betur.