Botníska verslunarbannið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frá Gävle á austurströnd Svíþjóðar sem myndaði suðurmörk botníska verslunarbannsins ásamt Åbo á vesturströndinni.

Botníska verslunarbannið (sænska: bottniska handelstvånget) var lykilþáttur í innanríkispólitík Svíþjóðar á stórveldistímanum. Þegar bannið var í gildi var öllum kaupstöðum á Norrlandi og Finnlandi bannað að senda skip sunnar en til Stokkhólms og Åbo og bannað að versla við erlend skip. Í reynd þýddi þetta algjört bann við beinum samskiptum við útlönd. Bannið kemur fyrst fyrir í staðarlögum Magnúsar Eiríkssonar smek 1357 en misvel gekk að tryggja að það væri virt. Með verslunartilskipunum 1614, 1617 og 1636 var það fest í sessi. Það var í reynd lagt niður í valdatíð Karls 11. 1672-1696 en það ár var því aftur komið á. Verslunarbannið var oft tilefni deilna þar til það var endanlega lagt niður árið 1766.