Fara í innihald

Þórður Þorláksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Útgáfa frá 7. mars 2013 kl. 20:28 eftir Addbot (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. mars 2013 kl. 20:28 eftir Addbot (spjall | framlög) (Bot: Flyt 1 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q335933)
Þórður Þorláksson og Guðríður Gísladóttir á málverki eftir óþekktan listamann frá um 1697

Þórður Þorláksson (14. ágúst 163717. mars 1697) var biskup í Skálholti frá 1674. Hann hafði mikinn áhuga á náttúruvísindum, jarðfræði og landafræði. Hann flutti prentverkið frá Hólum til Skálholts og varð fyrstur til að láta prenta fornrit á Íslandi.

Þórður var sonur Þorláks Skúlasonar biskups á Hólum og Kristínar Gísladóttur. Hann lærði í Hólaskóla og fór til Kaupmannahafnar til frekara náms. Var skólameistari í Hólaskóla 1660 til 1663 en fór svo utan, stundaði nám við háskólana í Rostock og Wittenberg, heimsótti París og sneri aftur um Belgíu og Holland. 1669 dvaldist hann á Stangarlandi í Noregi hjá Þormóði Torfasyni. Hann var vígður biskup 25. febrúar 1672 og tók við embætti við lát Brynjólfs Sveinssonar.

Þorlákur samdi, áður en hann varð biskup, Íslandslýsingu (Dissertatio chorographico-historica de Islandia) sem fyrst var prentuð í Wittemberg 1666. Til eru eftir hann landakort af bæði Íslandi og Grænlandi. Hann fékk prentverkið flutt til Skálholts og gerði fyrstur tilraun til að prenta íslensk fornrit, meðal annars fyrstu prentuðu útgáfu Landnámu 1688. Hann er og sagður hafa endurbætt prentverkið mikið. Hann gerði einnig tilraunir með kornrækt í Skálholti.

Kona Þórðar var Guðríður (1651-1707), dóttir Vísa-Gísla Magnússonar sýslumanns á Hlíðarenda. Synir þeirra voru Þorlákur skólameistari í Skálholti og Brynjólfur Thorlacius Þórðarson sýslumaður í Rangárvallasýslu og bóndi á Hlíðarenda.


Fyrirrennari:
Brynjólfur Sveinsson
Skálholtsbiskup
(1674 – 1697)
Eftirmaður:
Jón Vídalín