Fara í innihald

Jón (biskup)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Jón (d. 1413) biskup í Skálholti snemma á 15. öld, hafði áður verið ábóti við Mikaelsklaustur (Munklífi) í Björgvin. Föðurnafn hans er óþekkt og ekkert vitað um ætt hans og uppruna. Hann er stundum kallaður Jón danski í heimildum en óvíst er hvort hann var danskur eða norskur.

Hann hlaut biskupsvígslu 1406, en Vilkin Hinriksson Skálholtsbiskup hafði andast í Noregi árið áður, kom til Íslands 1408 og söng fyrstu messu sína á landinu 8. september. Hann var í rauninni eini biskupinn á landinu alla biskupstíð sína því að Pétur Nikulásson Hólabiskup hafði farið úr landi 1402 og kom ekki aftur og eftirmaður hans, Jón Tófason, kom fyrst til landsins 1419. Árið 1409 fór Jón í vísitasíuferð norður í land en annars er fátt vitað um biskupstíð hans.

Hann dó síðla árs 1413, úr holdsveiki að því er segir í heimildum. Í bréfi sem Jóhannes páfi XXIII sendi biskupinum í Lýbiku og dagsett er 23. júlí 1413 er fjallað um veikindi Skálholtsbiskups og segir þar að hann sé yfirkominn af sjúkdómnum svo að hold og bein hrynji af höndum og fótum.

Innsigli merkt Jóni Skálholtsbiskupi fannst í jörðu í Árósum í Danmörku árið 1879 og er talið að þar sé um þennan Jón að ræða.

  • „„Innsigli Jóns Skálholtsbiskups." Árbók hins íslenska fornleifafélags, 78. árgangur 1981“.


Fyrirrennari:
Vilchin Hinriksson
Skálholtsbiskup
(14061413)
Eftirmaður:
Árni Ólafsson


  Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.