Þorlákur Thorlacius Þórðarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Þorlákur Thorlacius Þórðarson (2. maí 16754. nóvember 1697) var skólameistari í Skálholti í lok 17. aldar en veiktist eftir skamman tíma í starfi og drógu veikindin hann til dauða 22 ára að aldri.

Þorlákur var sonur Þórðar Þorlákssonar Skálholtsbiskups og konu hans Guðríðar Gísladóttur. Hann var settur til náms og var í 2 1/2 ár hjá séra Oddi Eyjólfssyni í Holti, áður skólameistara. Hann útskrifaðist úr Skálholtsskóla 1689, aðeins 14 ára að aldri, en hélt svo áfram námi hjá séra Oddi og fleirum. Árið 1692 sigldi hann til náms við Kaupmannahafnarháskóla og var þar til 1692, kom þá heim en sigldi aftur árið eftir og var þá veitt skólameistaraembættið í Skálholti, sem hann þjónaði frá hausti 1696.

Hans naut þó ekki lengi við því strax í nóvember sama ár veiktist hann og fékk mikla verki í mjöðm. Hann þjáðist óskaplega í heilt ár og var rúmliggjandi mestallan tímann en dó 4. nóvember 1697. Á meðan hann var veikur gegndi Jón Einarsson skólameistarastarfinu en varð svo heyrari við skólann þegar Þórður Jónsson tók við.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „„Saga latínuskóla á Íslandi til 1846". Tímarit hins íslenska bókmenntafélags, 14. árgangur 1893“.
  • „„Skólameistararöð í Skálholti". Norðanfari, 3.-4. tölublað 1880“.