Fara í innihald

Árni Helgason (d. 1320)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Árni Helgason (biskup))

Árni Helgason ((?) – 21. janúar 1320) var biskup í Skálholti frá 1304.

Foreldrar hans voru Helgi Loftsson bóndi í Skál á Síðu og Ásbjörg Þorláksdóttir kona hans, systir Árna Þorlákssonar (Staða-Árna) Skálholtsbiskups, sem tók nafna sinn til sín og menntaði hann. Árni Helgason var orðinn prestur í Skálholti fyrir 1288, því það ár fór hann til Noregs með móðurbróður sínum. Staða-Árni dó í Björgvin 1298 en vegna deilna erkibiskups og kórbræðra liðu sex ár þar til Árni Helgason var valinn arftaki hans.

Í biskupstíð Árna, árið 1309, brann kirkjan í Skálholti þegar eldingu laust niður í hana. Gekkst biskupinn þá fyrir því að safnað var fé um allt land til kirkjubyggingar. Hann sigldi svo til Noregs að kaupa kirkjuvið og gekk þetta allt vel fyrir sig svo að ný kirkja, sem kölluð hefur verið Árnakirkja, var vígð 1311. Hún brann árið 1526.


Fyrirrennari:
Árni Þorláksson
Skálholtsbiskup
(13041320)
Eftirmaður:
Grímur Skútuson


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.