Fara í innihald

Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Vilhjálmur II (Prússland))
Skjaldarmerki Hohenzollern-ætt Keisari Þýskalands
Hohenzollern-ætt
Vilhjálmur 2. Þýskalandskeisari
Vilhjálmur 2.
Ríkisár 15. júní 1888 – 9. nóvember 1918
SkírnarnafnFriedrich Wilhelm Albert Viktor
Fæddur27. janúar 1859
 Berlín, Prússlandi, þýska ríkjasambandinu
Dáinn4. júní 1941 (82 ára)
 Huis Doorn, Hollandi
GröfHuis Doorn-grafhýsi
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Friðrik 3. Þýskalandskeisari
Móðir Viktoría Aðalheiður keisaraynja
KeisaraynjaÁgústa Viktoría, prinsessa af Schleswig-Holstein
Börn

Vilhjálmur II (Friedrich Wilhelm Albert Viktor) (f. 27. janúar 1859 - d. 4. júní 1941) var seinasti keisari Þýskalands og konungur Prússlands, frá árinu 1888 til 1918.

Vilhjálmur var sonur Friðriks III Þýskalandskeisara og Viktoríu Aðalheiðar keisaraynju, en hún var elsta barn Viktoríu Bretadrottningar og Alberts prins. Þess má geta að Vilhjálmur var fyrsta barnabarn Viktoríu ömmu sinnar.

Vilhjálmur var krýndur keisari árið 1888. Hann leysti Otto von Bismarck kanslara frá störfum árið 1890 og rak mun herskárri utanríkisstefnu en forverar hans höfðu gert undir leiðsögn Bismarcks. Þegar Frans Ferdinand erkihertogi var myrtur í Sarajevo árið 1914 lofaði Vilhjálmur Austurríki-Ungverjalandi skilyrðislausum stuðningi Þjóðverja í átökum sem kynnu að brjótast út ef ráðist yrði inn í Serbíu. Þetta leiddi á fáeinum dögum til upphafs fyrri heimsstyrjaldarinnar. Vilhjálmur þótti alla tíð stórlátur og hvatvís og átti til að gefa frá sér illa ígrundaðar staðhæfingar um viðkvæm málefni án þess að bera nokkuð undir ráðherra sína. Það mátti sjá í viðtali sem hann gaf við breska tímaritið Daily Telegraph árið 1908, þar sem hann móðgaði bresku þjóðina.[1]

Yfirhershöfðingjar Vilhjálms, Paul von Hindenburg og Erich Ludendorff, réðu stefnumálum Þýskalands á stríðsárunum án þess að láta sig ákvarðanir ríkisstjórnarinnar miklu varða. Vilhjálmur reyndist lélegur stríðsforingi og glataði fljótt stuðningi hersins. Hann sagði af sér í nóvember 1918 þegar Þýskaland var í reynd sigrað og flúði í útlegð til Hollands, þar sem hann bjó til dauðadags árið 1941.

Fjölskylda

[breyta | breyta frumkóða]

Vilhjálmur kvæntist tvisvar. Hann giftist fyrri eiginkonu sinni, Ágústu Viktoríu, prinsessu af Schleswig-Holstein árið 1881. Saman eignuðust þau sjö börn:

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Cecil, Lamar. Wilhelm II: Prince and Emperor, 1859–1900. Chapel Hill. University of North Carolina Press. 1989. 2. bindi, bls. 138–41


Fyrirrennari:
Friðrik 3.
Keisari Þýskalands
(15. júní 18889. nóvember 1918)
Eftirmaður:
Keisaraveldið leyst upp
Friedrich Ebert sem forseti Þýskalands