Fara í innihald

Tönn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Tennur)
Röntgenmynd af tönnum manns

Tönn er hart líffæri á kjálkum margra hryggdýra. Aðaltilgangur tanna er að rífa og tyggja mat en sum dýr, sérstaklega rándýr nota þær einnig sem vopn.

Tennurnar skiptast í framtennur, vígtennur og jaxla.

Allar tennur skiptast í krónu og rót er tannbeinið aðaluppistaða tanna. Það hefur mjúkt lag æða og tauga. Neðri hluti þess (rót tannarinnar) er þakin tannlími (eða -skorpu) og efri hluti þess (krónan) er þakin tannglerungi. Glerungur þessi hefur harðan klæðvefjarhjúp sem inniheldur mikið kalsíum og fosfór.

Lögun og gerð

[breyta | breyta frumkóða]

Krónur tanna eru ólíkar að lögun eftir tilgangi. Framtennur eru gjarnan meitillaga, vígtennur eru keilumyndaðar til að rífa og slíta á meðan jaxlar eru breiðir en að öðru leyti ólíkir milli tegunda. Þannig eru jaxlar grasbíta nokkuð sléttir en gárast með sliti (og verða sléttir aftur við háan aldur) en jaxlar kjötætna eru mjög gáróttir og misjafnir að lögun.

Rætur tanna eru misjafnar. Framtennur hafa ógreinda rót en jaxlar hafa misgreindar rætur. Dæmi um þetta er að jaxlar nautgripa hafa mun greindari rætur en hrossa. Þá vaxa tennur sumra tegunda alla ævi, svo sem vígtennur svína og framtennur nagdýra. Slíkar tennur kallast rótopnar tennur.

Tannskipti og slit

[breyta | breyta frumkóða]

Ungviði fæðist með fáar eða engar tennur en fljótlega koma mjólkurtennur (barnatennur í mönnum) upp úr tannholunum. Þessar tennur eru mun minni en fullorðinstennurnar sem seinna koma upp og ýta mjólkurtönnunum út.

Tannskipti eru reglubundin innan hverrar tegundar fyrir sig svo hægt er að nota þau til að áætla aldur einstaklinga. Þannig er auðvelt að lesa aldur óskilahrossa og þess háttar. Þó verður að taka með í reikninginn tennur í dýrum sem ganga á sendnu landi slitna hraða en þeirra sem til dæmis ganga á vallendi.