Ávarpsfall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Föll í málfræði
Íslensk föll
Nefnifall
Þolfall
Þágufall
Eignarfall
Ávarpsfall
Föll í öðrum tungumálum

Áhrifsfall
Ávarpsfall
Deildarfall
Eignarfall
Eignartilvísunarfall
Fjarverufall
Forsetningarfall
Íferðarfall
Íverufall
Nefnifall
Nærverufall
Samanburðarfall
Samvistarfall
Staðarfall
Sviptifall
Tilgangsfall
Tækisfall
Úrferðarfall
Verufall
Virðingarfall
Þágufall
Þolfall
Þollsfallsleysingisfall

Ávarpsfall er fall í málfræði sem tekur gildi þegar nafnið er sagt í beinni ræðu, það er að segja þegar viðkomandi er ávarpaður. Orðið 'ávarp' er sumpart ónákvæmt í íslensku og getur þýtt einskonar ræða samanber 'nýársávarp forseta', en fallið hefur ekkert með ræðu að gera. Enn fremur er ljóst að sumir myndu skilja orðið 'ávarp' þannig að aðeins þegar einstaklingur er nefndur á nafn í upphafi samtals sé hann ávarpaður enn ávarpsfallið eða vókatívusinn er notað út alt samtalið í flestum þeim tungumálum sem hann er notaður og mættti því ef til vill fremur nefna viðmælendafall eða annarar persónu fall. Hjástæð (við nafn viðkomandi) lýsingarorð og titilorð svo sem herra eða frú eru ennfremur sett í ávarpsfall.

Tungumál með ávarpsfall[breyta | breyta frumkóða]

  • hindí
  • króatíska (serbó-króatíska)
  • gríska
  • latína
  • litháíska
  • pólska
  • rúmenska
  • sanskrít
  • tékkneska
  • úkraínska

hvernig ávarpsfallið virkar í ólíkum tungumálum[breyta | breyta frumkóða]

Litháíska: endingar ávarpsfalls eru -i, -ai og -e.

Tékkneska - ávarpsfall er að finna í tékknesku en ekki hinni náskyldu slóvakísku, orð og nöfn sem í nefnifalli enda á -a, svo sem mörg kvennmansnöfn og sum ættarnöfn, enda á -o, nf. Olga, ávf, Olgo, nf. Radjana ávf. Radjano, nf. Mia áf. Mio. Karlkyns nöfn sem enda á -n, -d, eða -r í nefnifalli bæta við sig -e endingu í ávarpsfalli. Karlkyns orð sem enda á -s, -z eða -l bæta við sig -i. Karlkyns orð sem enda á -k í nefnifalli bæta við sig -u. Kvenkyns nöfn sem enda á samhljóða í nefnifalli haldast yfirleitt óbreitt.

Úkraínska; aðeins varðveist í eintölu.

Rússneska; í rússnesku hefur ávarpsfallið horfið en þó má greina leifar þess í upphrópunum eins og Guð (bosje) og drottinn.Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
  Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.