Spjaldtölva

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Spjaldtölva

Spjaldtölva er tölva með snertiskjá sem oftast notast við sérsniðin stýrikerfi og bjóða upp á ýmiskonar hugbúnað sem kallast öpp. Spjaldtölvur eru á vissan hátt stórir snjallsímar þar sem áherslan er á hugbúnað og tengimöguleika frekar en farsímavirkni.

Þær eru keimlíkar hefðbundnum kjöltutölvum en helsti munur er að spjaldtölvur notast að miklu eða öllu leyti við snertiskjái og skjályklaborð í stað takkaborðs eða lyklaborðs.

Spjaldtölvur eru fyrst og fremst hannaðar til vefskoðunar, tölvupóstnokunar og afþreyingar ýmiskonar en þær henta einnig vel til frístundalesturs. Stærð skjáanna gerir það að verkum að þær henta vel sem lestölvur og rúma vel hefbundna kiljustærð af blaðsíðum.

Hægt er að sækja ýmiskonar hugbúnað og afþreyingu gegnum vefþjónustur. Spjaldtölvur hafa innbyggt minni yfirleitt frá 8-64GB og rúma því vel bæði ljósmyndir og myndbönd. Skjáir spjaldtölva eru baklýstir eins og tölvu- eða sjónvarpsskjáir.

Helstu spjaldtölvur á markaðnum iPad frá Apple og svo spjaldtölvur frá ýmsum framleiðendum sem notast við Android-stýrikerfið frá Google eða Windows 8 frá Microsoft. Sérsniðnar Android-útgáfur eru líka algengar á spjaldtölvum. Dæmi um slíkt er Kindle Fire frá Amazon.