Windows 1.0

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Windows 1.0
Útgefandi Microsoft
Fjölskylda MS-DOS
Kjarni Enginn
Vefsíða Saga Windows
Staða verkefnis Stuðningi hætt 31. desember 2001

Windows 1.0 er stýrikerfi, sem er ekki lengur stutt, sem kom út þann 20. nóvember 1985 og var byggt á VisiOn gluggakerfinu sem að Microsoft hafði keypt af VisiCorp árinu áður. Windows 1.0 var fyrsta tilraun Microsoft, til að ná markaðshlutdeild á stýrikerfamarkaði fyrir gluggaviðmót (grafísku notendaviðmóti), sem MacOS hafi yfirráðandi stöðu á, á þeim tíma.

Windows 1.0 var fyrsta stýrikerfið frá Microsoft með stuðningi við mýs, þó þær höfðu verið notaðar í DOS-forritum án hjálpar stýrikerfisins sérstaklega.

Vélbúnaðarkröfur[breyta | breyta frumkóða]

Til að keyra Windows 1.0 þurfti tölva að vera með MS-DOS 2.0 uppsett, 256 KB í minni og tvö, tveggja leshausa diskadrif eða harðan disk.

Þessi fyrsta útgáfa Windows keyrði skeljarforritið MS-DOS M-Executive. Önnur innbyggð forrit voru meðal annars:

  • Calculator (reiknivél)
  • Calendar (dagatal)
  • Clock (klukkan)
  • Notepad (ritblokk)
  • Control Panel (stjórnborð)
  • Paint (teikniforrit)
  • Reversi (Óþelló leikur)

Í Windows 1.0 voru ekki fljótandi gluggar/forrit á skjánum heldur var þeim staflað upp eins og veggflísum.

  Þessi Microsoftgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.