Snjallsími

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Samsung Galaxy Note
HTC Desire Z er dæmi um snjallsíma

Snjallsími er þróuð gerð farsíma sem gerir notendum kleift að gera meira en í hefðbundnum farsíma. Snjallsími er einskonar blanda af farsíma og tölvu. Í flestum snjallsímum er hægt að sækja og setja upp ný forrit sem fylgdu honum ekki og geta bætt virkni og notkunargildi símans. Í snjallsíma er fullkomið sérhæft stýrikerfi sem forritarar geta skrifað forrit fyrir. Snjallsími eru með eiginleika bæði myndasíma og lófatölvu.

Snjallsímar eru með örgjörvum, minni, myndavél sem getur tekið myndir og myndbönd og eru oft með snertiskjám, stundum fjölsnertiskjám) og skynjurum eins og snúðum, áttavita og GPS. Sumir snjallsímar eru með innbyggðu takkaborði en sumir nota skjályklaborð. Helstu stýrikerfin í snjallsímum eru Android frá Google, iOS frá Apple, Symbian frá Nokia,BlackBerry OS frá BlackBerry, WebOS frá HP og Windows Phone 7 frá Microsoft, sem tók við af Windows Mobile.

Einn þekktasti snjallsími dagsins í dag er iPhone.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


  Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.