Hugbúnaðarverkfræði
Hugbúnaðarverkfræði er fræðigrein sem notar verkfræði til að öllu er kemur hugbúnaðarþróun, allt frá fyrstu skrefunum er snúa að þarfa þarfagreiningu og hönnun að því að viðhalda hugbúnaðinum eftir að hann hefur verið tekinn í notkun. Hér eru tvö lykilatriði sem vert er að fara ítarlegra í; Verkfræði er að fá hluti til að virka. Hún byggir á þeoríu og verkferlum ásamt vali á tólum. Verkfræðingar velja þau í samráði við þarfir hvers verkefni að hverju sinni. Verkfræðingar vinna oft undir fjárhagslegri og tímalegri pressu, er hefur áhrif á val tækja og tóla. Hugbúnaðarþróun hefur ekki einungis með tæknilegar hliðar, svo sem forrit, á hugbúnaði að gera heldur snýr að öllu ferlinu í heild - svo sem verkefna og hópstjórnun, þróun hjálparforrita og nýrra aðferða við framleiðslu hugbúnaðar.
Munurinn á hugbúnaðarverkfræði og tölvunarfræði
[breyta | breyta frumkóða]Í atvinnulífinu er yfirleitt ekki gerður greinamunur á starfssviði hugbúnaðarverkfræðinga og tölvunarfræðinga þó svo mikill munur sé á náminu. Tölvunarfræði sem fræðigrein snýst um hvernig er hægt að leysa tiltekið vandamál með hjálp tölvu en hugbúnaðarverkfræði sem fræðigrein snýst um hvernig á að standa að hugbúnaðarþróun til að framleiða góðan hugbúnað á sem hagkvæmastan hátt. Þó að verklag við hugbúnaðarþróun geti verið frekar óskipulagt, þá er samt þörf á rannsóknum á því hvernig hægt er að bæta verklagið, t.d. hvort ein aðferð henti betur en önnur.
Nám á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Hugbúnaðarverkfræði er kennd á Íslandi bæði við Háskóla Íslands (frá 2001) og Háskóla Reykjavíkur (frá 2006).
Hvað er kennt?
[breyta | breyta frumkóða]Það getur verið erfitt að skilgreina muninn á hugbúnaðarverkfræðingum og tölvunarfræðingum. Á Íslandi læra nemar í hugbúnaðarverkfræði að beita öguðum aðferðum á úrlausnarverkefni. Þessar aðferðir eru frá greinum stærðfræði (stærðfræðigreining, tölfræði, línuleg algebra), stjórnunar og reksturs (hagverkfræði, rekstrarfræði, verkefnastjórnun), gæðastjórnunar (hugbúnaðarprófanir, iðnaðartölfræði) og síðast en ekki síst tölvunarfræði (þróun hugbúnaðar, forritunarmál, almenn tölvunarfræði, uppbygging tölvunnar og stýrikerfa, netafræði og reiknirit).
Kröfur til þess að vera hugbúnaðarverkfræðingur
[breyta | breyta frumkóða]Hugbúnaðarverkfræðingur getur sá kallað sig sem hefur fengið hefur til þess leyfi ráðherra.[1] Til þess þarf að hafa lokið kandídatsprófi í hugbúnaðarverkfræði, slíkt nám tekur að öllu jafnaði 5 ár.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, stutt lýsing
- Hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands, uppbygging náms
- Hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík