Margrét Þórhildur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Margrét II)
Jump to navigation Jump to search
Margrét Þórhildur

Margrét Þórhildur eða Margrét 2. (Margrethe Alexandrine Þórhildur Ingrid) (fædd 16. apríl 1940) er drottning og þjóðhöfðingi konungdæmisins Danmerkur. Hún er dóttir Friðriks 9. konungs (1899-1972) sem var krónprins þegar hún fæddist og Ingiríðar drottningar (1910-2000).

Eitt nafna hennar, Þórhildur, er íslenskt og er skrifað með bókstöfum sem ekki koma fyrir í danska stafrófinu. Ástæða þess, að hún hlaut íslenskt nafn í stað danskrar útgáfu nafnsins (Torhild) er að Kristján 10., afi hennar, var konungur konungsríkisins Íslands þegar hún fæddist.

Margrét Þórhildur var gift Hinrik (Henri Marie Jean André greifi af Laborde og Monpezat) (fæddur 11. júní 1934, dáinn 13. febrúar 2018) og eignuðust þau tvo syni: Friðrik krónprins og Jóakim. Drottningin hefur fengist við ýmsa listsköpun og haldið sýningar á verkum sínum.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]


Fyrirrennari:
Friðrik 9.
Danadrottning
(1972 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti


  Þetta æviágrip sem tengist sögu og Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.