Drottning
Jump to navigation
Jump to search
Drottning er kona sem er gift konungi eða hefur erft konungdæmi og gegnir hlutverki konungs. Meðal þekktra drottninga samtímans, sem fara með konungsvald, má nefna Margréti Þórhildi Danadrottningu, Elísabetu II Bretadrottningu og Beatrix Hollandsdrottningu.
Meðal þekktra drottninga fortíðarinnar, sem fóru með konungsvald, má nefna Viktoríu Bretadrottningu, Elísabeti I Bretadrottningu, Margréti I Valdimarsdóttur, drottningu Kalmarsambandsins, Boadeccu drottningu Kelta og Kleópötru drottningu af Egyptalandi.